Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Undanúrslit í Mjólkurbikarnum og tekst KA hið ótrúlega?
KA-menn mæta danska liðinu Silkeborg á Greifavellinum
KA-menn mæta danska liðinu Silkeborg á Greifavellinum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Blikar mæta ÍBV í undanúrslitum Mjólkurbikarsins
Blikar mæta ÍBV í undanúrslitum Mjólkurbikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA, Valur og Víkingur spila öll síðari leiki sína í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld en allir eru spilaðir hér heima.

KA fær danska liðið Silkeborg í heimsókn á Greifavöll en staðan í einvíginu er 1-1 eftir ótrúlega frammistöðu KA í Danmörku. Silkeborg hefur verið með eitt af bestu liðum dönsku deildarinnar síðustu ár og er tækifæri fyrir KA til að gera hið ótrúlega og slá út þá dönsku. Leikurinn hefst klukkan 18:00.

Valur og Zalgiris frá Litháen mætast á Hlíðarenda. Þeim leik lauk einnig 1-1 og Valsmenn gerðu svipað og KA, með jöfnunarmarki seint í leiknum og er nú allt opið í einvíginu. Leikurinn hefst klukkan 18:30.

Víkingur, sem fór alla leið í umspil í úrslitakeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili, er í aðeins erfiðari stöðu eftir að hafa tapaði fyrir Vllaznia frá Albaníu, 2-1, í útileiknum. Liðin mætast á Víkingsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45.

Breiðablik og ÍBV mætast í undanúrslitum Mjólkurbikar kvenna klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Sigurvegarinn mætir FH-ingum í úrslitum.

Leikir dagsins:

Mjólkurbikar kvenna
18:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)

2. deild kvenna
18:30 Fjölnir-Völsungur (Fjölnisvöllur)

Forkeppni Sambandsdeildarinnar
18:00 KA-Silkeborg (Greifavöllurinn)
18:30 Valur-FK Zalgiris (N1-völlurinn Hlíðarenda)
18:45 Víkingur R.-KF Vllaznia (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner