Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 17:43
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Víkinga gegn Vllaznia: Pálmi Rafn byrjar í markinu hjá Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur mætir albanska liðinu Vllaznia í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar nú í kvöld. Leikar hefjast 18:45 en búið er að tilkynna byrjunarliðin. Fyrri leikurinn út í Albaníu fór 2-1 fyrir Vllaznia svo Víkingar þurfa að vinna leikinn í kvöld með tveimur mörkum til að fara áfram í næstu umferð. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 Vllaznia

Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga gerir þrjár breytingar frá fyrri leiknum út í Albaníu. Helgi Guðjónsson og Róbert Orri Þorkelsson koma báðir inn í liðið í staðin fyrir Svein Gísla Þorkelsson og Erling Agnarsson. Pálmi Rafn Arinbjörnsson byrjar í markinu hjá Víkingum í kvöld. 


Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
15. Róbert Orri Þorkelsson
19. Óskar Borgþórsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson

Byrjunarlið Vllaznia:
12. Aron Jukaj (m)
2. Erdenis Gurishta
6. Ardit Krymi
8. Eslit Sala
9. Bekim Balaj
16. Melos Bajrami
17. Bismark Charles
20. Esat Mala
29. Andrey Yago
33. Amir Brahimi
92. Elmando Gjini
Athugasemdir
banner
banner
banner