Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Lemar til Girona (Staðfest)
Mynd: Girona
Franski miðjumaðurinn Thomas Lemar er genginn í raðir Girona á láni frá Atlético Madríd.

Ferill þessa 29 ára gamla miðjumanns hefur farið heldur hratt niður á við síðustu ár.

Hann var í franska landsliðinu sem vann HM árið 2018 og var í kjölfarið keyptur til Atlético frá Mónakó. Á þessum tíma þótti hann með mest spennandi miðjumönnum Evrópu.

Lemar átti gott fyrsta tímabil en var ekki eins mikilvægur tímabilið á eftir. Hann gekk í gegnum endurnýjum lífdaga er Diego Simeone, þjálfari liðsins, skipti um leikkerfi.

Þar notaði hann Lemar vinstra megin á miðjunni og stóð hann sig vel, en síðustu ár hefur hann glímt við erfið meiðsli og tók félagið ákvörðun að senda hann til Girona á lán út tímabilið.

Girona greiðir helming af launum Lemar sem vonast til að koma sér aftur á skrið eftir erfið tvö ár.


Athugasemdir
banner
banner