
Samantha Leshnak Murphy, fyrrum markvörður Keflavíkur, hefur samið við sænsku meistarana í Rosengård.
Hún er að snúa aftur í sænskan fótbolta en hún spilaði með Piteå 2023 og 2024. Undanfarna mánuði hefur hún leikið með Carolina Ascent í Bandaríkjunum.
Hún er að snúa aftur í sænskan fótbolta en hún spilaði með Piteå 2023 og 2024. Undanfarna mánuði hefur hún leikið með Carolina Ascent í Bandaríkjunum.
„Hún er sterkur markvörður með mikla nærveru," segir Emelie Lundberg, yfirmaður fótboltamála hjá Rosengård, um þessi skipti.
Hún kemur til með að fylla í skarðið fyrir Eartha Cumings sem er líklega á leið til Englands.
Samantha er 28 ára gömul og spilaði með Keflavík sumarið 2022. Var hún á þeim tíma besti markvörður Bestu deildarinnar.
Guðrún Arnardóttir lék með Rosengård fyrri hluta tímabilsins en er núna búin að semja við Braga í Portúgal. Ísabella Sara Tryggvadóttir er þó enn leikmaður félagsins.
Rosengård hefur ekki spilað vel á þessu tímabili og er um miðja deild í Svíþjóð.
Athugasemdir