Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjálpaði KA mikið að vinna KR - Haddi er með lykilinn
Úr leik KR og KA.
Úr leik KR og KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA varðist vel í leiknum.
KA varðist vel í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar skoraði bæði mörkin gegn KR og jöfnunarmarkið gegn Silkeborg.
Hallgrímur Mar skoraði bæði mörkin gegn KR og jöfnunarmarkið gegn Silkeborg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þegar það er eitthvað spennandi fyrir framan minn hóp þá leggja allir sig 100% fram og þá getum við verið ótrúlega flottir'
'Þegar það er eitthvað spennandi fyrir framan minn hóp þá leggja allir sig 100% fram og þá getum við verið ótrúlega flottir'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það hjálpaði KA að mæta KR í Bestu deildinni, og vinna þann leik, fyrir einvígið gegn Silkeborg í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þetta sögðu bæði Ívar Örn Árnason og Hallgrímur Jónasson við Fótboltanet í gær. KA vann 1-2 útisigur á KR þann 6. júlí.

KR er mikið með boltann í sínum leikjum og það sama gildir um Silkeborg. KA tekur á móti Silkeborg klukkan 18:00 í kvöld og er staðan 1-1 eftir fyrri leik liðanna.

„Við stilltum fyrri leiknum mjög svipað upp eins og við værum að spila á móti KR, vera svolítið þægilegir að vera ekki með boltann, leyfa þeim að vera hafa svolítið tilgangslaust „possession". Þetta er mjög gott lið og mjög góðir einstaklingar, en ef þú lokar millisvæðunum; hleypir þeim frekar út á kant, þá eru þeir í bölvuðu veseni. Þeir vilja finna millisvæðin, vilja fá tíurnar inn í leikinn til að geta snúið og keyrt á vörnina. Við lokuðum þessum svæðum rosalega vel og þurfum að gera það aftur í seinni leiknum."

„Eins skrítið og það er alltaf að spila á móti KR, þá hjálpaði það í rauninni rosalega mikið, og líka að vinna þann leik. Ég held að ef við hefðum tapað leiknum á móti KR, þá hefðum við ekki verið eins þægilegir í því að liggja svona lengi til baka. Munurinn á KR og Silkeborg er að Silkeborg fer ekki strax í pressu á móti, þeir leyfa okkur svolítið að hvíla á boltanum sem er mjög þægilegt fyrir okkur miðjumenn og varnarmenn. Ég geri samt sterklega ráð fyrir því að þeir hápressi okkur út um allan völl núna í seinni leiknum, við erum tilbúnir í allt,"
sagði fyrirliðinn Ívar.

„Bæði lið vilja spila meðfram jörðinni, vilja finna svæðin bakvið miðjumennina, leita í sömu svæði. Það var því fín æfing, við unnum þann leik, það var gott og ég tel það klárlega hafa hjálpað okkur. En svo er bara svo stutt á milli í fótbolta, ef við hefðum lent snemma undir úti eða farið í 2-0. hvað þá? En við gerðum vel, héldum þessu í einu marki, skoruðum og fengum svolítið af færum. Það gefur okkur trú. Við vitum að þetta verður erfitt, en við fundum að við eigum séns og það gerir mikið fyrir okkur," sagði þjálfarinn Haddi.

Kaflaskipt tímabil
KA hefur átt mjög kaflaskipt tímabil, sýnt góða frammistöðu í nokkrum leikjum en líka lélega frammistöðu. Þegar mest hefur reynt á, þá hefur liðið náð góðri frammistöðu. Þekkja þeir uppskriftina?

„Já, við nýtum líka reynsluna sem við fengum fyrir tveimur árum í Evrópu, margir enn í liðinu sem voru yngri þá eru komnir með mikla reynslu, þetta er einhvern veginn ekki stærsti leikur hjá neinum í liðinu sem er mjög gott fyrir okkur. Við erum með mjög mikla reynslu. Ég held þetta verði æðislegt í alla staði, held það séu allir spenntir og maður þarf ekki að halda neina peppræðu fyrir svona leik; þetta segir sig sjálft í raun," sagði Ívar.

„Ég er með lykilinn. Við erum með gott fótboltalið, mikla reynslu, og þegar það er eitthvað spennandi fyrir framan minn hóp þá leggja allir sig 100% fram og þá getum við verið ótrúlega flottir. Við höfum lent í því í sumar að eiga lélega leiki, lélega frammistöðu, og fyrir mér er það í hausnum á okkur, ekki í löppunum. Við erum með mikil gæði, þurfum einhvern veginn að finna þetta hungur, gredduna að virkilega langa í þetta."

„Við erum ekki þar að við getum farið að spila með 70-80-90% hugarfari og náð árangri, deildin er bara það jöfn. Ég vona að menn séu búnir að átta sig á því, erum búnir að vinna tvo af síðustu þremur leikjum í deildinni. Ég veit að svona frammistaða (eins og í fyrri leiknum gegn Silkeborg) gefur mönnum mikið. Ég vona innilega að við tökum það með okkur í deildina, því deildin er það ótrúlega jöfn, stutt á milli í þessu, við erum með þetta í okkar höndum, en menn þurfa að átta sig á því að allir saman þurfa að leggja sig 100% fram til þess að það fari vel,"
sagði Haddi.
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 16 10 3 3 42 - 21 +21 33
2.    Víkingur R. 16 9 4 3 29 - 18 +11 31
3.    Breiðablik 16 9 4 3 28 - 21 +7 31
4.    Fram 16 7 3 6 25 - 21 +4 24
5.    Stjarnan 16 7 3 6 29 - 27 +2 24
6.    Vestri 16 7 1 8 15 - 14 +1 22
7.    Afturelding 16 5 4 7 19 - 24 -5 19
8.    FH 16 5 3 8 26 - 23 +3 18
9.    ÍBV 16 5 3 8 14 - 23 -9 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 16 4 5 7 36 - 38 -2 17
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner