Tottenham fór með sigur af hólmi í æfingaleik í Hong Kong í dag. Pape Matar Sarr skoraði sigurmarkið nánast frá miðju.
Það er athyglisvert að eftir leikinn lyfti Tottenham bikar.
Það er athyglisvert að eftir leikinn lyfti Tottenham bikar.
„Annar bikar í safnið," skrifar Spurs við færslu á samfélagsmiðlum við mynd af bikarafhendingunni.
Þetta var leikurinn um Herbalgy bikarinn en það var styrktaraðilinn á bak við þennan leik.
Þetta er annar bikarinn sem Tottenham vinnur á skömmum tíma en liðið fór með sigur af hólmi í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð eftir sigur á Manchester United í úrslitaleik.
another one for the trophy cabinet pic.twitter.com/3rIPuzOFTv
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) July 31, 2025
Athugasemdir