Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðræður milli West Ham og Leicester hafnar
Mynd: EPA
West Ham er í viðræðum við Leicester um kaup á danska markverðinum Mads Hermansen.

West Ham er í leit að markverði eftir að Lukasz Fabianski yfirgaf félagið þegar samningurinn hans rann út í sumar.

Casper Ankergren er nýr markmannsþjálfari West Ham en hann vann áður með Hermansen hjá Bröndby.

Hermansen spilaði 27 leiki fyrir Leicester í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hélt einu sinni hreinu þegar liðið féll í Championship deildina. Samningur hans við Leicester rennur út árið 2028.
Athugasemdir
banner
banner