Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Celta Vigo fær Bryan á láni frá Bayern (Staðfest)
Mynd: Celta Vigo
Spænska félagið Celta Vigo hefur nælt í Bryan Zaragoza á láni frá Bayern München.

Zaragoza er 23 ára gamall spænskur vængmaður sem kom til Bayern frá Granada á síðasta ári.

Hann átti upphaflega að koma til Bayern sumarið 2024 en félagið fékk hann á láni í febrúar vegna meiðslavandræða. Zaragoza spilaði sjö leiki á því tímabili áður en hann var lánaður frá félaginu um sumarið.

Vængmaðurinn fór til Osasuna þar sem hann spilaði vel á síðustu leiktíð og nú er ljóst hann heldur kyrru fyrir á Spáni, en hjá öðru félagi.

Zaragoza hefur samið við Celta Vigo en hann kemur á láni út tímabilið. Celta borgar eina milljón evra fyrir lánsdvölina og getur gert skiptin varanleg fyrir tólf milljónir.


Athugasemdir
banner