Spænska félagið Celta Vigo hefur nælt í Bryan Zaragoza á láni frá Bayern München.
Zaragoza er 23 ára gamall spænskur vængmaður sem kom til Bayern frá Granada á síðasta ári.
Hann átti upphaflega að koma til Bayern sumarið 2024 en félagið fékk hann á láni í febrúar vegna meiðslavandræða. Zaragoza spilaði sjö leiki á því tímabili áður en hann var lánaður frá félaginu um sumarið.
Vængmaðurinn fór til Osasuna þar sem hann spilaði vel á síðustu leiktíð og nú er ljóst hann heldur kyrru fyrir á Spáni, en hjá öðru félagi.
Zaragoza hefur samið við Celta Vigo en hann kemur á láni út tímabilið. Celta borgar eina milljón evra fyrir lánsdvölina og getur gert skiptin varanleg fyrir tólf milljónir.
Pon un Bryan en tu vida ???? pic.twitter.com/8FmPrS4VD8
— Celta (@RCCelta) July 30, 2025
Athugasemdir