Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætla að reyna við Openda ef Watkins skyldi fara
Mynd: EPA
Aston Villa er með auga á belgíska sóknarmanninum Lois Openda skyldi Ollie Watkins fara í þessum glugga. Þetta segir belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri, sem er mjög áreiðanlegur þegar það kemur að belgískum leikmönnum.

Watkins er 29 ára gamall og sýnt það og sannað að hann getur skorað mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United, Newcastle United og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga síðustu vikur.

Verðmiðinn á Watkins nemur um 60-70 milljónum punda, en Aston Villa er þegar byrjað að skoða mögulega arftaka Watkins.

Tavolieri segir að enska félagið sé að horfa til Openda, sem er á mála hjá Leipzig í Þýskalandi.

Openda er 25 ára gamall og skorað 41 mark í 89 leikjum sínum með Leipzig síðan hann kom frá Lens fyrir tveimur árum.

Framherjinn er falur fyrir um það bil 50 milljónir punda og er leikmaðurinn sagður opinn fyrir því að halda til Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner