Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: Völsungur batt enda á þriggja leikja taphrinu
Kvenaboltinn
Hildur Anna Birgisdóttir hér fyrir miðju
Hildur Anna Birgisdóttir hér fyrir miðju
Mynd: Völsungur
Fjölnir 0 - 2 Völsungur
0-1 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('18 )
0-2 Hildur Anna Birgisdóttir ('62 )

Fjölnir fékk Völsung í heimsókn í síðasta leik deildakeppninnar í 2. deild kvenna í gær.

Völsungur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í gær og tókst að binda enda á taphrinuna. Halla Bríet Kristjánsdóttir kom liðinu yfir en hún hefur skorað 13 mörk í 11 leikjum í sumar.

Hildur Anna Birgisdóttir gekk til liðs við félagið frá Þór/KA á láni á dögunum en hún var að leika sinn annan leik fyrir félagið og innsiglaði sigurinn.

Þessi úrslit þýða að Völsungur er í 3. sæti með 24 stig en Fjölnir í 4. sæti með 20 stig en þetta var annað tap liðsins í röð. Bæði lið munu keppa í A-úrslitum.

Fjölnir Elinóra Ýr Kristjánsdóttir (m), Hrafnhildur Árnadóttir, Kristín Sara Arnardóttir (75'), Ester Lilja Harðardóttir (60'), Tinna Sól Þórsdóttir, Kristín Gyða Davíðsdóttir, Marta Björgvinsdóttir (78'), Íris Pálsdóttir, María Eir Magnúsdóttir, Eva Karen Sigurdórsdóttir (75'), Harpa Sól Sigurðardóttir
Varamenn Laufey Steinunn Kristinsdóttir (75'), Aníta Björg Sölvadóttir, María Sól Magnúsdóttir (75'), Sunna Gló Helgadóttir, Sæunn Helgadóttir (78'), Momolaoluwa Adesanm (90'), Sara Sif Builinh Jónsdóttir (m)

Völsungur Harpa Jóhannsdóttir (m), Árdís Rún Þráinsdóttir, Sylvía Lind Henrysdóttir, Berta María Björnsdóttir (75'), Alba Closa Tarres (90'), Eva S. Dolina-Sokolowska (90'), Júlía Margrét Sveinsdóttir, Katla Bjarnadóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Halla Bríet Kristjánsdóttir, Hildur Anna Birgisdóttir
Varamenn Erla Þyri Brynjarsdóttir, Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir, Ísabella Anna Kjartansdóttir, Hildur Arna Ágústsdóttir (75), Regína Margrét Björnsdóttir (90), Rakel Hólmgeirsdóttir (90), Auður Ósk Kristjánsdóttir
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 11 11 0 0 46 - 7 +39 33
2.    ÍH 11 9 1 1 59 - 14 +45 28
3.    Völsungur 11 8 0 3 42 - 19 +23 24
4.    Fjölnir 11 6 2 3 26 - 19 +7 20
5.    Álftanes 11 5 1 5 28 - 26 +2 16
6.    Vestri 11 5 1 5 24 - 28 -4 16
7.    Dalvík/Reynir 11 4 2 5 25 - 21 +4 14
8.    Sindri 11 3 3 5 20 - 23 -3 12
9.    KÞ 11 3 2 6 16 - 34 -18 11
10.    ÍR 11 2 2 7 16 - 32 -16 8
11.    Einherji 11 2 2 7 16 - 38 -22 8
12.    Smári 11 0 0 11 1 - 58 -57 0
Athugasemdir
banner
banner