Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skriniar og Semedo til Fenerbahce (Staðfest)
Mynd: Fenerbahce
Nelson Semedo er genginn til liðs við Fenerbahce á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Wolves rann út.

Semedo er 31 árs gamall portúgalskur hægri bakvörður. Hann gekk til liðs við Wolves frá Barcelona árið 2020 en hann lék 182 leik fyrir enska liðið.

Hann skrifar undir tveggja ára samning við Fenerbahce.

Þá er miðvörðurinn Milan Skriniar alfarið genginn til liðs við félagið frá PSG.

Skriniar er þrítugur Slóvaki sem gekk til liðs við Fenerbahce á láni frá PSG í janúar en Fenerbahce borgaði tíu milljónir evra til að festa kaup á honum í sumar. Hann skrifar undir fjögurra ára samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner