
ÍR vann Selfoss í 15. umferð Lengjudeildarinnar og er enn á toppnum. Öll liðin í efri hlutanum unnu sína leiki í þessari umferð, fyrir utan HK sem tapaði fyrir Njarðvík í stórleik umferðarinnar.
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Hrafn Tómasson, eða Krummi eins og hann er kallaður, hefur komið hrikalega öflugur inn á miðjuna í liði Þróttar en hann kom á láni frá KR núna í sumarglugganum. - „Hann er ótrúlega öruggur í spilinu, veit nákvæmlega hvar hann á að vera á vellinum og hvað kemur næst. Það er hrein unun að horfa á hann spila," skrifaði Alexander Tonini, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu um 2-1 sigur Þróttar gegn Fylki. Krummi er kominn í gang eftir að hafa slitið krossbönd í fyrra.
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Hrafn Tómasson, eða Krummi eins og hann er kallaður, hefur komið hrikalega öflugur inn á miðjuna í liði Þróttar en hann kom á láni frá KR núna í sumarglugganum. - „Hann er ótrúlega öruggur í spilinu, veit nákvæmlega hvar hann á að vera á vellinum og hvað kemur næst. Það er hrein unun að horfa á hann spila," skrifaði Alexander Tonini, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu um 2-1 sigur Þróttar gegn Fylki. Krummi er kominn í gang eftir að hafa slitið krossbönd í fyrra.

Kári Kristjánsson er einnig í liði umferðarinnar en hann skoraði fyrra mark Þróttar í leiknum. Í viðtali eftir leik líkti Kári svo Krumma liðsfélaga sínum við Sergio Busquets. Þróttur er í þriðja sæti deildarinnar.
Guðjón Máni Magnússon skoraði eina markið á Selfossi þar sem ÍR-ingar fóru til baka yfir heiðina með öll stigin. ÍR er með eins stigs forystu á Njarðvík sem vann 3-0 sigur gegn HK.
Aron Snær Friðriksson markvörður var maður leiksins gegn HK og þá voru Arnleifur Hjörleifsson og Oumar Diouck meðal markaskorara og eru báðir í liði umferðarinnar. Þá er Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari umferðarinnar.
Varnarmaðurinn Yann Emmanuel Affi var valinn maður leiksins þegar Þór vann 2-0 sigur gegn Grindavík. Ibrahima Balde er einnig í liði umferðarinnar.
Kári Sigfússon skoraði fyrra mark Keflavíkur sem vann 2-0 útisigur gegn botnliði Leiknis. Axel Ingi Jóhannesson var flottur í bakverðinum hjá Keflavík. Spánverjinn Inigo Albizuri var mjög öflugur í vörn Völsungs sem gerði 1-1 jafntefli gegn Fjölni.
Fyrri úrvalslið:
14. umferð - Jakob Héðinn Róbertsson (Völsungur)
13. umferð - Einar Freyr Halldórsson (Þór)
12. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 15 | 9 | 5 | 1 | 27 - 12 | +15 | 32 |
2. Njarðvík | 15 | 8 | 7 | 0 | 36 - 14 | +22 | 31 |
3. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
4. Þór | 15 | 8 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 27 |
5. HK | 15 | 8 | 3 | 4 | 26 - 18 | +8 | 27 |
6. Keflavík | 15 | 7 | 4 | 4 | 34 - 24 | +10 | 25 |
7. Völsungur | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 31 | -6 | 18 |
8. Grindavík | 15 | 4 | 2 | 9 | 29 - 42 | -13 | 14 |
9. Selfoss | 15 | 4 | 1 | 10 | 15 - 30 | -15 | 13 |
10. Fylkir | 15 | 2 | 5 | 8 | 20 - 26 | -6 | 11 |
11. Fjölnir | 15 | 2 | 5 | 8 | 22 - 36 | -14 | 11 |
12. Leiknir R. | 15 | 2 | 4 | 9 | 13 - 31 | -18 | 10 |
Athugasemdir