Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Strasbourg kaupir miðvörð frá Chelsea (Staðfest)
Mynd: Strasbourg
Franska félagið Strasbourg hefur fest kaup á enska varnarmanninum Ishe Samuels-Smith frá Chelsea fyrir 6,5 milljónir punda.

Samuels-Smith er 19 ára gamall miðvörður sem kom til Chelsea frá Everton árið 2023.

Hann hefur sjö sinnum verið í hóp hjá aðalliði Chelsea en ekki enn spilað leik.

Varnarmaðurinn hefur nú verið seldur til franska félagsins Strasbourg, sem er einnig í eigu BlueCo, fyrir 6,5 milljónir punda.

Englendingurinn á yfir 30 leiki með yngri landsliðum Englands og var meðal annars í liði mótsins er U17 ára landsliðið komst í 8-liða úrslit Evrópumótsins fyrir tveimur árum.

Tvíburabróðir varnarmannsins, Odin, er á mála hjá Everton og verið fastamaður með U18 ára liðinu.


Athugasemdir
banner
banner