Tottenham er í viðræðum við Bayern München um að fá portúgalska miðjumanninn Joao Palhinha á láni.
Palhinha gekk í raðir Bayern frá Fulham síðasta sumar en hefur ekki fengið stórt hlutverk hjá Vincent Kompany og er sagður vilja snúa aftur í ensku úrvalsdeildinni.
Thomas Frank vill bæta honum við miðsvæði sitt.
Palhinha gekk í raðir Bayern frá Fulham síðasta sumar en hefur ekki fengið stórt hlutverk hjá Vincent Kompany og er sagður vilja snúa aftur í ensku úrvalsdeildinni.
Thomas Frank vill bæta honum við miðsvæði sitt.
Eins og áður segir eru viðræður í gangi en ekki er vitað hvort sé líklegt að lendingin verði samkomulag með ákvæði um kaup eða ekki.
Tottenham vann Arsenal 1-0 í æfingaleik í Hong Kong í dag. Félagið hefur þegar keypt Mathys Tel í sumar eftir að Frakkinn var á láni hjá félaginu á síðasta tímabili. Þá fékk Tottenham Mohammed Kudus frá West Ham en mistókst í tilraun sinni til að fá Morgan Gibbs-White frá Nottingham Forest.
Athugasemdir