Newcastle hefur hafnað formlegu tilboði frá Liverpool í sóknarmanninn Alexander Isak.
Frá þessu greinir David Ornstein, sem er einn áreiðanlegasti fjölmiðlamaður Bretlandseyja.
Frá þessu greinir David Ornstein, sem er einn áreiðanlegasti fjölmiðlamaður Bretlandseyja.
Ekki kemur fram nákvæmlega hversu hátt tilboðið var en Liverpool hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Isak fyrir um 120 milljónir punda. Sagt er að Newcastle vilji fá 150 milljónir punda fyrir hann.
Isak vill fara frá Newcastle og er ekki í æfingaferð með liðinu. Newcastle hefur reynt að sannfæra Isak um að gera nýjan samning sem væri með riftunarákvæði næsta sumar, en hann vill ekki endursemja. Liðsfélagar hans hjá Newcastle hafa einnig reynt að sannfæra hann án árangurs.
Samkvæmt Fabrizio Romano ætlar Liverpool að gera annað tilboð í leikmanninn.
Athugasemdir