
Velkomin með okkur í slúðurheima í boði Powerade. Það styttist í nýtt tímabil og félögin á fullu að reyna að styrkja sína leikmannahópa. BBC tók saman það helsta sem er í umræðunni.
Manchester United hefur hafið viðræður við Paris Saint-Germain um Gianluigi Donnarumma (26), markvörð Ítalíu. Chelsea og Manchester City fylgjast einnig með stöðunni. (Telegraph)
Newcastle hefur bætt brasilíska framherjanum Rodrigo Muniz (24) hjá Fulham við óskalista sinn en Alexander Isak (25) hefur gert munnlegt samkomulag við Liverpool. (Mail)
Crystal Palace hefur gert Arsenal ljóst að félagið þurfi að greiða að minnsta kosti 35 milljónir punda fyrirfram ef það vill fá Eberechi Eze (27). Restin af 67,5 milljóna punda upphæðinni yrði greidd í afborgunum. (Guardian)
Crystal Palace er talið tilbúið að bjóða 27,6 milljónir punda í þýska miðvörðinn Yann Bisseck (24) hjá Inter og gæti hann fyllt skarðið ef Marc Guehi (25), sem hefur verið orðaður við Liverpool, fer frá félaginu. (Gazzetta dello Sport)
Chelsea hefur áhuga á að fá Alejandro Garnacho (21), vængmann Manchester United, en United vill að minnsta kosti 40 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Talksport)
Sunderland hefur náð samkomulagi við NEC Nijmegen um að kaupa hollenska markvörðinn Robin Roefs (22) sem mun skrifa undir fimm ára samning við félagið. (Athletic)
Lyon hefur komist að samkomulagi við Tyler Morton (22), miðjumann Liverpool, en verðmiðinn sem er um 8 milljónir punda gæti orðið hindrun. (L'Equipe)
Roma er að velta fyrir sér að kaupa Fabio Silva (23), framherja Wolves og Portúgals, og hefur einnig áhuga á Claudio Echeverri (19), argentínskum vængmanni Manchester City. (Sky Sports)
Enski miðvörðurinn Max Alleyne (20) hjá Manchester City gæti farið á láni til Watford næsta tímabil. Félögin eru í viðræðum. (Sky Sports)
Miðjumaðurinn Leo Castledine (19) mun ganga í raðir Huddersfield Town á láni frá Chelsea. (Athletic)
Varnarmaðurinn Rob Holding (29) hafnaði Sheffueld United og Wrexham til að ganga í raðir Colorado Rapids í MLS. (Sky Sports)
Middlesbrough hefur samþykkt 20 milljóna punda tilboð frá Ipswich í miðjumanninn Hayden Hackney (23). (Northern Echo)
Athugasemdir