Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Vill fara eftir aðeins sex mánuði hjá Man City
Mynd: Man City
Brasilíski miðvörðurinn Vitor Reis er farinn að hugsa sér til hreyfings aðeins sex mánuðum eftir að hafa gengið í raðir Manchester City frá Palmeiras.

ESPN Brasil segir að Reis, sem er 19 ára gamall, hafi farið fram á það við Man City að hann fái að fara á lán á komandi tímabili.

Hann sér ekki fram á að fá að spila mikið með Man City á leiktíðinni og ljóst að hann getur spilað á mjög háu stigi annars staðar.

Bayer Leverkusen og Porto hafa þegar sýnt Reis áhuga ásamt Girona, sem er með sömu eigendur og Man City.

Reis hefur aðeins spilað fjóra leiki með Man City síðan hann kom frá Palmeiras.

Brasilíumaðurinn er talinn með efnilegustu miðvörðum heims og þarf að spila til þess að ná frekari framförum.
Athugasemdir
banner
banner