Liverpool hefur kynnt nýja búninga sína fyrir komandi keppnistímabil. Englandsmeistararnir snúa aftur í Adidas eftir að hafa leikið í New Balance og Nike síðustu árin.
Adidas var áður framleiðandi Liverpool frá 1985 til 1996 og svo aftur 2006 til 2012.
Adidas var áður framleiðandi Liverpool frá 1985 til 1996 og svo aftur 2006 til 2012.
Í myndbandi sem Liverpool gaf út með búningnum má sjá goðsagnir eins og Sir Kenny Dalglish, Ian Rush, John Barnes, Robbie Fowler og Jamie Carragher í bland við núverandi leikmenn. Neðst í fréttinni má sjá myndbandið.
Ef stuðningsmenn vilja merkja treyjur sínar með nafni Diogo Jota og númerinu hans, þá fer allur ágóðinn í góðgerðarfélag félagsins.
Númer nýrra leikmanna
Liverpool hefur þá loksins tilkynnt um númer nýrra leikmanna en félagið hefur verið mjög virkt í leikmannaglugganum í sumar. Þá hafa Connor Bradley og Trey Nyoni báðir breytt um númer. Florian Wirtz, dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, fær sjöuna sem Luis Diaz skilur eftir sig.
6 – Milos Kerkez
7 – Florian Wirtz
12 – Conor Bradley
22 – Hugo Ekitike
25 – Giorgi Mamardashvili
28 – Freddie Woodman
30 – Jeremie Frimpong
41 – Armin Pecsi
42 – Trey Nyoni
Athugasemdir