Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 08:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona eru nýir búningar Liverpool - Wirts og félagar fá númer
Florian Wirtz og Mo Salah í nýja búningnum.
Florian Wirtz og Mo Salah í nýja búningnum.
Mynd: Liverpool
Liverpool hefur kynnt nýja búninga sína fyrir komandi keppnistímabil. Englandsmeistararnir snúa aftur í Adidas eftir að hafa leikið í New Balance og Nike síðustu árin.

Adidas var áður framleiðandi Liverpool frá 1985 til 1996 og svo aftur 2006 til 2012.

Í myndbandi sem Liverpool gaf út með búningnum má sjá goðsagnir eins og Sir Kenny Dalglish, Ian Rush, John Barnes, Robbie Fowler og Jamie Carragher í bland við núverandi leikmenn. Neðst í fréttinni má sjá myndbandið.

Ef stuðningsmenn vilja merkja treyjur sínar með nafni Diogo Jota og númerinu hans, þá fer allur ágóðinn í góðgerðarfélag félagsins.

Númer nýrra leikmanna
Liverpool hefur þá loksins tilkynnt um númer nýrra leikmanna en félagið hefur verið mjög virkt í leikmannaglugganum í sumar. Þá hafa Connor Bradley og Trey Nyoni báðir breytt um númer. Florian Wirtz, dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, fær sjöuna sem Luis Diaz skilur eftir sig.

6 – Milos Kerkez
7 – Florian Wirtz
12 – Conor Bradley
22 – Hugo Ekitike
25 – Giorgi Mamardashvili
28 – Freddie Woodman
30 – Jeremie Frimpong
41 – Armin Pecsi
42 – Trey Nyoni


Athugasemdir
banner
banner