Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool með efnilegasta leikmann Bretlandseyja?
Rio Ngumoha.
Rio Ngumoha.
Mynd: EPA
Ngumoha í leik með Liverpool á undirbúningstímabilinu.
Ngumoha í leik með Liverpool á undirbúningstímabilinu.
Mynd: EPA
Rio Ngumoha er leikmaður sem vert verður að fylgjast með hjá Englandsmeisturum Liverpool í vetur.

Hann hefur verið að spila vel í æfingaleikjum að undanförnu og kemur til með að fá eitthvað hlutverk með aðalliði Liverpool á komandi keppnistímabili.

Ngumoha er aðeins 16 ára gamall en hann kom til Liverpool úr akademíu Chelsea í fyrra. Hann spilaði einn leik með aðalliði Liverpool á síðustu leiktíð.

„Í þessum æfingaleikjum, við erum að sjá eitthvað 'freak of nature' þar," sagði Magnús Haukur Harðarson þegar rætt var um Ngumoha í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær.

„Við rændum honum af Chelsea. Þeir á skrifstofunni hjá Chelsea voru mjög ósáttir þegar hann skipti yfir. Ég ætla að leyfa mér að segja að þetta sé efnilegasti leikmaður Bretlandseyja," sagði Arnar Laufdal í þættinum.

„Þetta er hraði sem maður sér ekki oft, fótavinnan hjá honum er á öðru stigi. Ég ætla að vona að hann nái enn lengra en hann minnir mig á ungan Raheem Sterling."

Magnús Haukur tók undir það. „Ég er sammála því, nema betri með boltann og að taka ákvarðanir. Ég er fyllilega sammála því að hann minnir á ungan Sterling."

„Hann er bara með miklu þærra þak held ég," sagði Arnar.

Maggi benti líka á Trey Nyoni sem væri mjög efnilegur en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Liverpool að smíða ofurlið
Athugasemdir