Juventus hefur áhuga á að fá Matt O'Riley, miðjumann Brighton, til sín. Sky Sports greinir frá.
Það hefur hins vegar ekkert tilboð borist í leikmanninn eins og er.
Það hefur hins vegar ekkert tilboð borist í leikmanninn eins og er.
Juventus þarf að selja miðjumenn áður en þeir geta keypt aðra. Það er útlit fyrir að Douglas Luiz sé einn af þeim miðjumönnum sem eru að yfirgefa félagið.
Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, hefur hrifist mikið af O'Riley á undirbúningstímabilinu. Þessi 24 ára gamli leikmaður á fjögur ár eftir af samningi sínum. Það er útlit fyrir að það verði erfitt fyrir félög að næla í hann.
Athugasemdir