Sunderland ætlar að mæta með talsvert breytt lið til leiks í ensku úrvalsdeildina í vetur eftir að hafa komist upp úr Championship-deildinni í maí síðastliðnum.
Markvörðurinn Robin Roefs er áttundi leikmaðurinn sem nýliðarnir fá til sín í sumar.
Markvörðurinn Robin Roefs er áttundi leikmaðurinn sem nýliðarnir fá til sín í sumar.
Hann er sá ódýrasti fyrir utan bakvörðinn Reinildo sem kom á frjálsri sölu frá Atletico Madrid.
Roefs kemur frá NEC í Hollandi og kostar 9,5 milljónir punda.
Fyrir nokkrum dögum var Granit Xhaka tilkynntur sem leikmaður Sunderland en félagið hefur eytt um 140 milljónum evra á leikmannamarkaðnum í sumar.
Sá níundi á leiðinni
Nýliðarnir eru þó ekki hættir því níundi leikmaðurinn er á leiðinni. Spænski sóknarmaðurinn Marc Guiu er nefnilega að koma á láni frá Chelsea.
Athugasemdir