
Það er ýmislegt að gerast á leikmannamarkaðnum núna þegar það styttist í ensku úrvalsdeildina. Skoðum það helsta á þessum glæsilega föstudegi.
RB Leipzig í Þýskalandi er á meðal félaga sem er að sýna Rasmus Höjlund (22), sóknarmanni Manchester United áhuga. United gæti notað danska sóknarmanninn upp í hluta af kaupverðinu fyrir Benjamin Sesko (22), sóknarmann Leipzig. (Athletic)
Tottenham er í viðræðum um að fá miðjumanninn Joao Palhinha (30) á láni frá Bayern München en hann lék áður í ensku úrvalsdeildinni með Fulham. (Athletic)
Jadon Sancho (25), kantmaður Man Utd, er tilbúinn að taka á sig 50 prósenta launalækkun til að komast aftur til Borussia Dortmund. (Bild)
Búist er við því að Chelsea geri tilboð í Alejandro Garnacho (21) áður en félagaskiptaglugginn lokar. Garnacho er út í kuldanum hjá Man Utd. (Telegraph)
Liverpool hefur áfram áhuga á Marc Guehi (25), varnarmanni Crystal Palace, en félagið er ekki til í að borga 40 milljónir punda fyrir hann eins og Palace er að biðja um. Guehi verður samningslaus næsta sumar. (Mirror)
Eberechi Eze (27), stjarna Crystal Palace, er með 68 milljón punda riftunarverð í samningi sínum sem rennur út á laugardaginn. (The Sun)
Nico O'Reilly (20) ætlar að skrifa undir nýjan samning við Manchester City en félagið hafnaði tveimur tilboðum frá Bayer Leverkusen í hann. (Fabrizio Romano)
Girona, systurfélag Man City, er að fá varnramanninn Vitor Reis (19) á láni. (Fabrizio Romano)
Man City vill einnig að framherjinn Claudio Echeverri (19) fari á láni til Girona út komandi keppnistímabil. (Fabrizio Romano)
Liverpool og Bournemouth hafa ákveðið að jafna ekki tilboð Neom frá Sádi-Arabíu í franska varnarmanninn Nathan Zeze (20). (TBR Football)
Chelsea hefur áhuga á Ardon Jashari (23), miðjumanni Club Brugge í Belgíu, en hann vill sjálfur frekar fara til AC Milan. (Sacha Tavolieri)
Everton ætlar að reyna að fá Douglas Luiz (27) á láni frá AC Milan á næstu vikum. (GiveMeSport)
Juventus er í baráttu við önnur stór félög á Ítalíu um Matt O'Riley (24), miðjumann Brighton og danska landsliðsins. (Sky Sports Italia)
Inter Milan hafnaði tækifæri á því að fá Christopher Nkunku (27) frá Chelsea en félagið er að einbeita sér að Ademola Lookman (27), framherja Atalanta. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir