Valur 1 - 2 Zalgiris
0-1 Temur Chogadze ('38 )
1-1 Orri Sigurður Ómarsson ('45 )
1-2 Amine Benchaib ('51 )
Lestu um leikinn
0-1 Temur Chogadze ('38 )
1-1 Orri Sigurður Ómarsson ('45 )
1-2 Amine Benchaib ('51 )
Lestu um leikinn
Valur fékk Zalgiris frá Litáen í heimsókn í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld en fyrri leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli.
Gestirnir voru mun sterkari í upphafi leiks en Frederik Schram átti frábæran leik. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Temur Chogadze kom Zalgiris yfir með glæsilegu skoti.
Í blálok fyrri hálfleiks tókst Valsmönnum að jafna metin þegar Orri Sigurður Ómarsson skallaði boltann í netið.
Eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik komust gestirnir aftur yfir þegar Amine Benchaib átti skot sem fór í Bjarna Mark og í netið.
Valsmenn sóttu í sig veðrið fljótlega eftir seinna mark Zalgiris og fengu svo sannarlega tækifæri til að jafna metin en það tókst því miður ekki og er Valur því úr leik í Evrópukeppnum í þessu tímabili.
Athugasemdir