ESPN í Brasilíu greindi frá því að hinn 19 ára gamli Vitor Reis, leikmaður Man City, væri ósáttur hjá félaginu og vildi fara aðeins sex mánuðum eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Palmeiras.
City er tilbúið að senda hann á lán en útlit er fyrir að hann fari til Girona á Spáni sem er með sömu eigendur og City.
City er tilbúið að senda hann á lán en útlit er fyrir að hann fari til Girona á Spáni sem er með sömu eigendur og City.
Reis kom aðeins við sögu í fjórum leikjum eftir að hafa gengið til liðs við City fyrir tæplega 30 milljónir punda í janúar. Fabrizio Romano segir að samkomulag milli City og Girona sé nánast í höfn.
Þá vill Man City einnig lána hinn 19 ára gamla Claudio Echeverri til Girona og samkvæmt heimildum Romano eru viðræður í fullum gangi.
Athugasemdir