Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 14:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrrum Evrópumeistari á Greifavellinum í kvöld - „Gaman að mæta honum"
Lék fjóra af fimm leikjum Dana á EM 1992, þar af úrslitaleikinn gegn Þýskalandi þar sem hann hreinsaði á marklínu með hjólhestaspyrnu þegar Karl-Heinz Riedle gerði ig líklegan. Það var lokaleikur hans á landsliðsferlinum.
Lék fjóra af fimm leikjum Dana á EM 1992, þar af úrslitaleikinn gegn Þýskalandi þar sem hann hreinsaði á marklínu með hjólhestaspyrnu þegar Karl-Heinz Riedle gerði ig líklegan. Það var lokaleikur hans á landsliðsferlinum.
Mynd: EPA
Enginn stýrt fleiri úrvalsdeildarleikjum í Danmörku.
Enginn stýrt fleiri úrvalsdeildarleikjum í Danmörku.
Mynd: EPA
Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, er mikill reynslubolti, hann var hluti af Evrópumeistaraliði Dana árið 1992, var þá búinn að spila með Aston Villa á Englandi. Hann er 63 ára og hefur stýrt Horsens, Bröndby, Álaborg, OB og Silkeborg á sínum þjálfaraferli. Hann mætir á Greifavöllinn í kvöld og stýrir liði Silkeborg gegn KA í seinni leik liðanna í Sambandsdeildinni. Sá leikur hefst klukkan 18:00 og er staðan í einvíginu 1-1 eftir fyrri leik liðanna.

Hann var þjálfari Stefáns Teits Þórðarsonar hjá Silkeborg, en hafði þar á undan þjálfað Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, hjá OB. Nielsen gerði Hadda að fyrirliða liðsins sumarið 2015, tók bandið af Ara Frey Skúlasyni og setti það á Húsvíkinginn. Haddi var spurður út í Nielsen í viðtali í gær.

„Það er gaman fyrir mig að mæta honum, við þekkjumst vel og hann er frábær þjálfari; einn virtasti þjálfari Danmerkur, enginn sem hefur stýrt fleiri leikjum í dönsku úrvalsdeildinni en hann. Hann gerir Álaborg að meisturum, varð Evrópumeistari með Dönum sem leikmaður og varð í 2. sæti í efstu deild Englands með Aston Villa. Hann er með risa feril og nýtur mikillar virðingar í Danmörku. Það er gaman að mæta honum, áttum gott spjall fyrir fyrri leikinn og við munum hittast hérna og eiga gott spjall á eftir líka. Þetta er bara æðislegt, svolítið furðulegt að mæta þjálfara sem þjálfaði mig og ég var mjög náinn honum," sagði Haddi.

Nielsen þjálfaði líka Jóan Símun Edmundsson, núverandi leikmann KA, hjá OB., Stefán Gíslason hjá Bröndby á sínum tíma og Patrik Sigurð Gunnarsson hjá Silkeborg.

Nielsen sjálfur ræddi við Fótbolta.net í gær og sagði að ef hann hefði verið spurður að því á sínum tíma þá hefði hann búist við því að Haddi yrði þjálfari eftir leikmannaferilinn.

Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Athugasemdir
banner