Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 09:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver verður aðstoðarþjálfari Steina?
Icelandair
Adda hér til vinstri.
Adda hér til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þórðarson er þjálfari U19 landsliðsins.
Þórður Þórðarson er þjálfari U19 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Í gær var greint frá því að Ásmundur Haraldsson og Ólafur Pétursson væru hættir í þjálfarateymi kvennalandsliðs Íslands. Ásmundur hefur starfað sem aðstoðarþjálfari og Ólafur sem markvarðarþjálfari liðsins.

Báðir hafa þeir verið í teyminu lengi, Ási fyrst frá 2013 til 2018 og svo aftur frá 2021 og Óli hefur verið í teyminu frá 2013.

Núna þarf Þorsteinn Halldórsson að finna sér nýjan aðstoðarþjálfara og nýjan markvarðarþjálfara. Verður sérlega áhugavert að sjá hvaða einstaklingur tekur við sem aðstoðarlandsliðsþjálfari. Við ákváðum að setja nokkur nöfn á lista.

Adda Baldursdóttir
Adda er einn mesti sigurvegari í sögu íslenska fótboltans en hún vann hvern titilinn á fætur öðrum sem leikmaður Vals og Stjörnunnar. Hún spilaði þá tíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Adda tók sín fyrstu skref í þjálfun sem aðstoðarþjálfari Péturs Péturssonar hjá Val en hún hefur að undanförnu getið sér gott orð sem sérfræðingur í sjónvarpi.

Edda Garðarsdóttir
Edda og Nik Chamberlain hafa myndað eitt sterkasta þjálfarateymið í íslenskum fótbolta síðustu ár en þau hafa starfað saman hjá bæði Þrótti og Breiðabliki. Edda er í dag aðstoðarþjálfari Breiðabliks sem er á toppi Bestu deildarinnar og í bikarúrslitum. Edda var frábær leikmaður á sínum tíma og spilaði 103 landsleiki fyrir Ísland. Hún kom inn í teymi landsliðsins þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari, var í barneignarorlofi.

Eiður Ben Eiríksson
Hefur verið hluti af þjálfarateymi karlaliðs Breiðabliks síðustu árin og unnið þar gott starf, en hann hjálpaði Blikum að verða Íslandsmeistarar á síðasta tímabili. Eiður þjálfaði áður kvennalið Vals við góðan orðstír en hann og Pétur Pétursson unnu mjög vel saman. Eiður er öflugur í greiningarvinnu og gæti komið sterkur inn í þetta starf.

Halldór Jón Sigurðsson
Donni er þjálfari sem hefur verið að gera frábæra hluti með Tindastól í Bestu deild kvenna síðustu ár. Það er magnað afrek að halda Tindastóli í Bestu deildinni svona lengi. Er með Íslandsmeistaratitil á bakinu og mikla reynslu.

Margrét Magnúsdóttir
Í svona ráðningum hefur KSÍ oft leitað innanbúðar. Margrét er efnilegur þjálfari sem hefur gert góða hluti með yngri landslið Íslands en hún kom U19 landsliðinu meðal annars í lokakeppni Evrópumótsins. Hún þjálfaði hjá Val og Fylki áður en hún tók til starfa hjá KSÍ.

Óskar Smári Haraldsson
Hefur unnið frábært starf með Fram undanfarin ár en undir hans stjórn fór Fram alla leið úr 2. deild upp í Bestu deildina. Fram hefur komið mikið á óvart í sumar og er í sjötta sæti, fimm stigum frá fallsvæðinu þegar ellefu leikir eru búnir. Óskar er mikill stemningsmaður og einn okkar efnilegasti þjálfari í kvennaboltanum.

Þórður Þórðarson
Annar þjálfari sem er nú þegar í starfi hjá KSÍ. Hefur verið að þjálfa yngri landsliðin og manni líður eins og hann sé mögulega líklegasti kosturinn í þetta starf. Er núna að þjálfa U19 landslið kvenna. Hefur þjálfað bæði karla- og kennalið ÍA og verið yfirþjálfari á Skaganum. Var í kringum liðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar.
Athugasemdir
banner