Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Alexander Már skoraði í fyrsta leik - Magni upp að hlið Augnabliks
Alexander Már skoraði í fyrsta leik með KF
Alexander Már skoraði í fyrsta leik með KF
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magnamenn halda áfram að gera það gott
Magnamenn halda áfram að gera það gott
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alexander Már Þorláksson skoraði í frumraun sinni með KF í sumar er liðið vann KV, 2-1, í hitaleik á Ólafsfirði og þá komst Magni upp að hlið Augnabliks á toppnum í 15. umferð 3. deildar karla í gær.

KF 2 - 1 KV
1-0 Alexander Már Þorláksson ('33 )
2-0 Brendan David Koplin ('38 )
2-1 Tristan Alex Tryggvason ('77 )
Rautt spjald: ,Davíð Birgisson, KV ('80)Viktor Már Heiðarsson , KV ('90)

KF vann níu leikmenn KV, 2-1.

Alexander Már, sem hafði lagt skóna á hilluna, tók þá fram aftur með sínu gamla félagi KF og skoraði eftir rúman hálftíma áður en Brendan Koplin bætti við öðru fimm mínútum síðar.

Tristan Alex Tryggvason skoraði fyrir KV á 77. mínútu og færði meiri spennu í leikinn og jafnvel of mikla spennu því þeir Davíð Birgisson og Viktor Már Heiðarsson sáu báðir rautt í liði KV á lokamínútunum.

Sigur KF kom liðinu í 9. sætið með 17 stig en KV er í 5. sæti með 22 stig.

KF Chad Henry Smith (m), Grétar Áki Bergsson, Hákon Daði Magnússon, Hilmar Símonarson, Vitor Vieira Thomas, Brendan David Koplin (90'), Alexander Már Þorláksson (74'), Jakob Auðun Sindrason (83'), Agnar Óli Grétarsson (90'), Jón Frímann Kjartansson, Hjörvar Már Aðalsteinsson
Varamenn Hafþór Máni Baldursson (90'), Andri Már Hilmarsson, Elis Beck Kristófersson (74'), Þorsteinn Már Þorvaldsson, Jóhannes Helgi Alfreðsson (90'), Þorgeir Örn Tryggvason (83'), Jón Grétar Guðjónsson (m)

KV Eiður Orri Kristjánsson (m), Askur Jóhannsson, Magnús Valur Valþórsson, Patrik Thor Pétursson (46'), Jón Ernir Ragnarsson (68'), Viktor Már Heiðarsson, Samúel Már Kristinsson, Eyþór Daði Kjartansson, Konráð Bjarnason, Tristan Alex Tryggvason, Jóhannes Sakda Ragnarsson (68')
Varamenn Davíð Birgisson, Agnar Þorláksson (68), Eiður Snorri Bjarnason (46), Baldur Jónsson, Gunnar Magnús Gunnarsson (68)

Reynir S. 2 - 3 Tindastóll
0-1 Svetislav Milosevic ('45 )
1-1 Óðinn Jóhannsson ('51 )
1-2 Svend Emil Busk Friðriksson ('59 )
2-2 Ólafur Darri Sigurjónsson ('67 )
2-3 Kolbeinn Tumi Sveinsson ('72 )
Rautt spjald: Ægir Þór Viðarsson , Reynir S. ('90)

Tindastóll vann Reyni Sandgerði, 3-2.

Svetislav Milosveic kom Stólunum yfir undir lok fyrri hálfleiks en Óðinn Jóhannsson jafnaði í upphafi síðari.

Svend Emil Busk Friðriksson kom Stólunum aftur yfir á 59. mínútu og aftur jöfnuðu heimamenn með marki Ólafs Darra Sigurjónssonar.

Kolbeinn Tumi Sveinsson skoraði sigurmarkið fimm mínútum síðar áður en Ægir Þór Viðarsson sá rautt undir leikslok.

Reynir er með 24 stig í 4. sæti en Tindastóll tveimur sætum neðar með 20 stig.

Reynir S. Ómar Castaldo Einarsson (m), Sindri Lars Ómarsson (12'), Arnór Siggeirsson (46'), Ólafur Darri Sigurjónsson, Jordan Smylie, Elfar Máni Bragason (69'), Óðinn Jóhannsson, Alex Þór Reynisson (84'), Róbert Þórhallsson, Leonard Adam Zmarzlik, Konstantin Sadenko (69')
Varamenn Jón Gestur Ben Birgisson (12'), Magnús Magnússon (69'), Bergþór Ingi Smárason (69'), Mathias Munch Askholm Larsen (46'), Valur Þór Magnússon, Ægir Þór Viðarsson (84'), Sindri Snær Reynisson (m)

Tindastóll Nikola Stoisavljevic (m), Jónas Aron Ólafsson, Svend Emil Busk Friðriksson, David Bercedo, Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson, Svetislav Milosevic, Manuel Ferriol Martínez, Kolbeinn Tumi Sveinsson, Davíð Leó Lund, Viktor Smári Sveinsson, Ivan Tsvetomirov Tsonev
Varamenn Atli Dagur Stefánsson, Konráð Freyr Sigurðsson, Daníel Smári Sveinsson, Sigurður Snær Ingason

Magni 3 - 0 Árbær
1-0 Tómas Örn Arnarson ('3 , Mark úr víti)
2-0 Ibrahim Boulahya El Miri ('16 )
3-0 Viðar Már Hilmarsson ('83 )
Rautt spjald: Ibrahim Boulahya El Miri, Magni ('63)

Magnaðir Magnamenn komust upp að hlið Augnabliks á toppnum með 3-0 sigri á Árbæ.

Tómas Örn Arnarson skoraði snemma leiks með marki úr vítaspyrnu og bætti Ibrahim El Miri við öðru rúmum tíu mínútum síðar.

El Miri sá rauða spjaldið þegar hálftími var eftir en það kom ekki að sök fyrir heimamenn sem bættu við þriðja markinu þegar lítið var eftir af leiknum.

Magni er með 32 stig í öðru sæti eins og Augnablik sem er með betri markatölu, en Árbær í 7. sæti með 19 stig.

Magni Einar Ari Ármannsson (m), Alexander Ívan Bjarnason, Tómas Örn Arnarson (80'), Sigurður Brynjar Þórisson, Gunnar Darri Bergvinsson (74'), Garðar Gísli Þórisson, Ibrahim Boulahya El Miri, Bjarki Þór Viðarsson, Halldór Jóhannesson (74'), Sigurður Hrafn Ingólfsson, Birgir Valur Ágústsson (80')
Varamenn Viðar Már Hilmarsson (80'), Aron Elí Kristjánsson (74'), Birkir Már Hauksson, Þorsteinn Ágúst Jónsson (74'), Númi Kárason (80'), Ingólfur Birnir Þórarinsson, Steinar Adolf Arnþórsson (m)

Árbær Daði Fannar Reinhardsson (m), Agnar Guðjónsson, Kormákur Tumi Einarsson, Eyþór Ólafsson, Daníel Gylfason, Stefán Bogi Guðjónsson, Arnar Páll Matthíasson, Atli Dagur Ásmundsson, Ragnar Páll Sigurðsson, Gunnar Sigurjón Árnason, Jordan Chase Tyler
Varamenn Ibrahima Jallow, Andi Andri Morina, Bjarki Sigfússon, Nikolin Lleshi, Branko Magnús Bjarnason, Jörgen Viggó Jörgensson, Andrija Aron Stojadinovic

Hvíti riddarinn 5 - 2 Ýmir
1-0 Rikharður Smári Gröndal ('27 )
2-0 Róbert Andri Ómarsson ('44 )
2-1 Breki Ottósson ('54 )
3-1 Sigurður Brouwer Flemmingsson ('59 )
3-2 Breki Ottósson ('66 )
4-2 Óðinn Breki Þorvaldsson ('76 , Mark úr víti)
5-2 Rikharður Smári Gröndal ('90 )

Hvíti riddarinn vann frábæran 5-2 sigur á Ými í Mosfellsbæ.

Ríkharður Smári Gröndal og Róbert Andri Ómarsson sáu til þess að Hvíti færi með 2-0 forystu inn í hálfleikinn en Breki Ottósson svaraði á 54. mínútu.

Sigurður Brouwer Flemmingsson bætti við þriðja marki Hvíta fimm mínútum síðar áður en Breki minnkaði aftur muninn með öðru marki sínu.

Á síðasta stundarfjórðungi leiksins skoruðu heimamenn tvö mörk. Óðinn Breki Þorvaldsson skoraði úr víti á 76. mínútu og þá bætti Ríkharður við öðru marki sínu undir lok leiksins.

Hvíti riddarinn er í 3. sæti með 31 stig, einu stigi frá toppnum, en Ýmir með 17 stig í 8. sæti.


Hvíti riddarinn Guðbjörn Smári Birgisson, Axel Ýmir Jóhannsson, Birkir Örn Baldvinsson, Ástþór Ingi Runólfsson, Sigurður Brouwer Flemmingsson, Sævar Eðvald Jónsson, Róbert Andri Ómarsson (85'), Aron Daði Ásbjörnsson (70'), Bjarki Már Ágústsson (26'), Rikharður Smári Gröndal, Óðinn Breki Þorvaldsson
Varamenn Jonatan Aaron Belányi (26'), Óðinn Már Guðmundsson (85'), Sölvi Geir Hjartarson, Daníel Búi Andrésson (70'), Eiður Þorsteinn Sigurðsson (m)

Ýmir Indrit Hoti (m), Óliver Úlfar Helgason, Kári Örvarsson (64'), Arnar Máni Ingimundarson, Tómas Breki Steingrímsson, Alexander Örn Guðmundsson, Breki Ottósson, Steinn Logi Gunnarsson (72'), Theodór Unnar Ragnarsson (64'), Hrannar Þór Eðvarðsson (56'), Baldvin Dagur Vigfússon
Varamenn Hörður Máni Ásmundsson (72), Reynir Leó Egilsson (64), Snorri Steinn Árnason, Kári Tómas Hauksson (64), Gunnar Baltasar Guðmundsson (56), Brynjar Bjarki Jóhannsson, Benedikt Briem (m)
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 15 9 5 1 39 - 18 +21 32
2.    Magni 15 10 2 3 31 - 18 +13 32
3.    Hvíti riddarinn 15 10 1 4 43 - 25 +18 31
4.    Reynir S. 15 7 4 4 35 - 33 +2 25
5.    KV 15 6 4 5 46 - 35 +11 22
6.    Tindastóll 15 6 2 7 34 - 27 +7 20
7.    Árbær 15 5 4 6 33 - 37 -4 19
8.    Ýmir 15 4 5 6 25 - 25 0 17
9.    KF 15 4 5 6 19 - 21 -2 17
10.    Sindri 15 4 4 7 24 - 33 -9 16
11.    KFK 15 4 3 8 20 - 31 -11 15
12.    ÍH 15 1 1 13 24 - 70 -46 4
Athugasemdir