Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 31. ágúst 2019 21:50
Kristófer Jónsson
Fjalar Þorgeirs: Vona að FH vinni bikarinn
Fjalar stýrði liði Stjörnunnar í kvöld.
Fjalar stýrði liði Stjörnunnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjalar Þorgeirsson stýrði liði Stjörnunnar ásamt Veigari Páli í kvöld þegar að liðið tapaði 3-1 gegn FH. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að taka út leikbann.

„Við erum mjög svekktir að hafa tapað þessum leik. Við byrjum ekki vel en unnum okkur vel inní hann og skorum gott mark. Síðan þegar að þeir skora virðist einhver botn detta úr okkar leik." sagði Fjalar eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 FH

Nimo Gribenco var í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld en hann hefur lítið spilað í sumar. Hann nýtti tækifæri sitt vel og átti stóran þátt í marki Stjörnunnar.

„Hann var frábær í fyrri hálfleik en fékk högg og fann fyrir því seinni hálfleik. Við áttum ekki mörg option á bekknum þar sem að Elís og Ævar voru í rauninni aldrei að fara að koma inná. Svo vorum við með þrjá mjög unga. Við hefðum viljað brjóta meira uppá þetta með skiptingum en þetta er það sem við höfðum."

FH-ingar lyfta sér uppfyrir Stjörnuna í þriðja sæti með sigrinum og verður baráttan um Evrópusæti hörð það sem að eftir lifir móts.

„Við fáum pottþétt einhver lið í bakið á morgun og við verðum bara að vona að FH vinni bikarinn svo að fjórða sæti gefi Evrópusæti. En við verðum að vinna okkar leiki fyrst." sagði Fjalar að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner