Fjalar Þorgeirsson stýrði liði Stjörnunnar ásamt Veigari Páli í kvöld þegar að liðið tapaði 3-1 gegn FH. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að taka út leikbann.
„Við erum mjög svekktir að hafa tapað þessum leik. Við byrjum ekki vel en unnum okkur vel inní hann og skorum gott mark. Síðan þegar að þeir skora virðist einhver botn detta úr okkar leik." sagði Fjalar eftir leik.
„Við erum mjög svekktir að hafa tapað þessum leik. Við byrjum ekki vel en unnum okkur vel inní hann og skorum gott mark. Síðan þegar að þeir skora virðist einhver botn detta úr okkar leik." sagði Fjalar eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 3 FH
Nimo Gribenco var í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld en hann hefur lítið spilað í sumar. Hann nýtti tækifæri sitt vel og átti stóran þátt í marki Stjörnunnar.
„Hann var frábær í fyrri hálfleik en fékk högg og fann fyrir því seinni hálfleik. Við áttum ekki mörg option á bekknum þar sem að Elís og Ævar voru í rauninni aldrei að fara að koma inná. Svo vorum við með þrjá mjög unga. Við hefðum viljað brjóta meira uppá þetta með skiptingum en þetta er það sem við höfðum."
FH-ingar lyfta sér uppfyrir Stjörnuna í þriðja sæti með sigrinum og verður baráttan um Evrópusæti hörð það sem að eftir lifir móts.
„Við fáum pottþétt einhver lið í bakið á morgun og við verðum bara að vona að FH vinni bikarinn svo að fjórða sæti gefi Evrópusæti. En við verðum að vinna okkar leiki fyrst." sagði Fjalar að lokum.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir
























