Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
   lau 31. ágúst 2019 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Rafn: Við þurfum að fara fá fleiri stig
Rafn Markús Vilbergsson
Rafn Markús Vilbergsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur var brattur þrátt fyrir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í fallbaráttuslag 19. umferðar Inkasso deildar karla, þetta var hörkuleikur sem endaði með sanngjörnu jafntefli. Mörk Njarðvíkur skoruðu Ivan Prskalo og Stefán Birgir Jóhannesson og mörk Aftureldingar skoruðu Róbert Orri Þorkellsson og Andri Freyr Jónasson.

"Ég svo sem held að bæði lið fari svekkt frá borði eftir þennan leik, bæði lið fengu góða sénsa til að klára leikinn og við fegnum tvö góð færi í stöðunni 1-2 til að klára leikinn en í heildina eru þetta bara sanngjörn úrslit held ég, bæði lið voru í þessum gír í dag og sóttu mikið og vildu fá 3 stig en jafntefli niðurstaðan" Sagði Rafn beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Njarðvík

"Það eru fáir leikir eftir og við þurfum að fara fá fleiri stig en gengið upp á síðkastið hefur verið gott og við erum að telja okkur upp töfluna og ef við höldum því áfram í næstu 3 leikjum sem eftir eru þá gætum við verið í fínum málum og við ætlum okkur að vera þar þegar flautað er til leiksloka eftir Ólafsvíkurleikinn" Sagði Rafn varðandi framhald Njarðvíkur sem sitja á botninum í Inkasso deildinni.

Njarðvíkingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með 15 stig en aðeins 1 stigi frá öruggu sæti. Njarðvík eiga næst Hauka á Ásvöllum í mikilvægasta leik þeirra í allt sumar þann 5. september næstkomandi en sá leikur getur sent annað hvort liðið niður um deild.
Athugasemdir
banner
banner