Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 31. ágúst 2019 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Rafn: Við þurfum að fara fá fleiri stig
Rafn Markús Vilbergsson
Rafn Markús Vilbergsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur var brattur þrátt fyrir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í fallbaráttuslag 19. umferðar Inkasso deildar karla, þetta var hörkuleikur sem endaði með sanngjörnu jafntefli. Mörk Njarðvíkur skoruðu Ivan Prskalo og Stefán Birgir Jóhannesson og mörk Aftureldingar skoruðu Róbert Orri Þorkellsson og Andri Freyr Jónasson.

"Ég svo sem held að bæði lið fari svekkt frá borði eftir þennan leik, bæði lið fengu góða sénsa til að klára leikinn og við fegnum tvö góð færi í stöðunni 1-2 til að klára leikinn en í heildina eru þetta bara sanngjörn úrslit held ég, bæði lið voru í þessum gír í dag og sóttu mikið og vildu fá 3 stig en jafntefli niðurstaðan" Sagði Rafn beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Njarðvík

"Það eru fáir leikir eftir og við þurfum að fara fá fleiri stig en gengið upp á síðkastið hefur verið gott og við erum að telja okkur upp töfluna og ef við höldum því áfram í næstu 3 leikjum sem eftir eru þá gætum við verið í fínum málum og við ætlum okkur að vera þar þegar flautað er til leiksloka eftir Ólafsvíkurleikinn" Sagði Rafn varðandi framhald Njarðvíkur sem sitja á botninum í Inkasso deildinni.

Njarðvíkingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með 15 stig en aðeins 1 stigi frá öruggu sæti. Njarðvík eiga næst Hauka á Ásvöllum í mikilvægasta leik þeirra í allt sumar þann 5. september næstkomandi en sá leikur getur sent annað hvort liðið niður um deild.
Athugasemdir
banner
banner