Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 31. ágúst 2019 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Rafn: Við þurfum að fara fá fleiri stig
Rafn Markús Vilbergsson
Rafn Markús Vilbergsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur var brattur þrátt fyrir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í fallbaráttuslag 19. umferðar Inkasso deildar karla, þetta var hörkuleikur sem endaði með sanngjörnu jafntefli. Mörk Njarðvíkur skoruðu Ivan Prskalo og Stefán Birgir Jóhannesson og mörk Aftureldingar skoruðu Róbert Orri Þorkellsson og Andri Freyr Jónasson.

"Ég svo sem held að bæði lið fari svekkt frá borði eftir þennan leik, bæði lið fengu góða sénsa til að klára leikinn og við fegnum tvö góð færi í stöðunni 1-2 til að klára leikinn en í heildina eru þetta bara sanngjörn úrslit held ég, bæði lið voru í þessum gír í dag og sóttu mikið og vildu fá 3 stig en jafntefli niðurstaðan" Sagði Rafn beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Njarðvík

"Það eru fáir leikir eftir og við þurfum að fara fá fleiri stig en gengið upp á síðkastið hefur verið gott og við erum að telja okkur upp töfluna og ef við höldum því áfram í næstu 3 leikjum sem eftir eru þá gætum við verið í fínum málum og við ætlum okkur að vera þar þegar flautað er til leiksloka eftir Ólafsvíkurleikinn" Sagði Rafn varðandi framhald Njarðvíkur sem sitja á botninum í Inkasso deildinni.

Njarðvíkingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með 15 stig en aðeins 1 stigi frá öruggu sæti. Njarðvík eiga næst Hauka á Ásvöllum í mikilvægasta leik þeirra í allt sumar þann 5. september næstkomandi en sá leikur getur sent annað hvort liðið niður um deild.
Athugasemdir