Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
   lau 31. ágúst 2019 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Rafn: Við þurfum að fara fá fleiri stig
watermark Rafn Markús Vilbergsson
Rafn Markús Vilbergsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur var brattur þrátt fyrir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í fallbaráttuslag 19. umferðar Inkasso deildar karla, þetta var hörkuleikur sem endaði með sanngjörnu jafntefli. Mörk Njarðvíkur skoruðu Ivan Prskalo og Stefán Birgir Jóhannesson og mörk Aftureldingar skoruðu Róbert Orri Þorkellsson og Andri Freyr Jónasson.

"Ég svo sem held að bæði lið fari svekkt frá borði eftir þennan leik, bæði lið fengu góða sénsa til að klára leikinn og við fegnum tvö góð færi í stöðunni 1-2 til að klára leikinn en í heildina eru þetta bara sanngjörn úrslit held ég, bæði lið voru í þessum gír í dag og sóttu mikið og vildu fá 3 stig en jafntefli niðurstaðan" Sagði Rafn beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Njarðvík

"Það eru fáir leikir eftir og við þurfum að fara fá fleiri stig en gengið upp á síðkastið hefur verið gott og við erum að telja okkur upp töfluna og ef við höldum því áfram í næstu 3 leikjum sem eftir eru þá gætum við verið í fínum málum og við ætlum okkur að vera þar þegar flautað er til leiksloka eftir Ólafsvíkurleikinn" Sagði Rafn varðandi framhald Njarðvíkur sem sitja á botninum í Inkasso deildinni.

Njarðvíkingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með 15 stig en aðeins 1 stigi frá öruggu sæti. Njarðvík eiga næst Hauka á Ásvöllum í mikilvægasta leik þeirra í allt sumar þann 5. september næstkomandi en sá leikur getur sent annað hvort liðið niður um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner