29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 31. ágúst 2019 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Rafn: Við þurfum að fara fá fleiri stig
Rafn Markús Vilbergsson
Rafn Markús Vilbergsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur var brattur þrátt fyrir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í fallbaráttuslag 19. umferðar Inkasso deildar karla, þetta var hörkuleikur sem endaði með sanngjörnu jafntefli. Mörk Njarðvíkur skoruðu Ivan Prskalo og Stefán Birgir Jóhannesson og mörk Aftureldingar skoruðu Róbert Orri Þorkellsson og Andri Freyr Jónasson.

"Ég svo sem held að bæði lið fari svekkt frá borði eftir þennan leik, bæði lið fengu góða sénsa til að klára leikinn og við fegnum tvö góð færi í stöðunni 1-2 til að klára leikinn en í heildina eru þetta bara sanngjörn úrslit held ég, bæði lið voru í þessum gír í dag og sóttu mikið og vildu fá 3 stig en jafntefli niðurstaðan" Sagði Rafn beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Njarðvík

"Það eru fáir leikir eftir og við þurfum að fara fá fleiri stig en gengið upp á síðkastið hefur verið gott og við erum að telja okkur upp töfluna og ef við höldum því áfram í næstu 3 leikjum sem eftir eru þá gætum við verið í fínum málum og við ætlum okkur að vera þar þegar flautað er til leiksloka eftir Ólafsvíkurleikinn" Sagði Rafn varðandi framhald Njarðvíkur sem sitja á botninum í Inkasso deildinni.

Njarðvíkingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með 15 stig en aðeins 1 stigi frá öruggu sæti. Njarðvík eiga næst Hauka á Ásvöllum í mikilvægasta leik þeirra í allt sumar þann 5. september næstkomandi en sá leikur getur sent annað hvort liðið niður um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner