Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 31. ágúst 2024 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar um ummæli Hareide: Hefði mátt orða þetta öðruvísi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar er enn vongóður að spila með landsliðinu
Aron Einar er enn vongóður að spila með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gerði jafntefli gegn ÍR á Akureyri í dag. Liðið er fjórum stigum á undan Gróttu í fallbaráttunni fyrir tvær síðustu umferðirnar. Fótbolti.net ræddi við Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍR

„Þetta var kaflaskiptur leikur eins og við mátti búast út af vindinum. Við fengum urmul af færum í fyrri hálfleik, við hefðum átt að setja svona þrjú á þá. Það sýndi karakter að koma til baka í seinni hálfleik á móti vindi og við fengum nokkur fín færi í seinni til að klára þetta. Punktur gerir ýmislegt fyrir okkur en mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik," sagði Aron Einar.

Það var hart barist í leiknum en Aron Einar er öllu vanur.

„Það er bara flott, ég fíla það. Þeir mættu með krafti, þeir eru að berjast um þetta topp fimm sæti og við að berjast um að sogast ekki í fallbaráttu. Þetta var stál í stál og það er bara partur af þessu," sagði Aron Einar.

Aron Einar var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagði að hann þyrfti að spila á hærra stigi til að vera valinn í hópinn.

„Ég og þjálfarinn erum í góðu sambandi. Ég hef ekki talað við hann eftir þetta komment. Kannski hefði hann mátt orða þetta öðruvísi. Við áttum spjallið fyrir hóp og hann veit mína stöðu. Ég var búinn að eiga spjallið við hann varðandi markmiðið mitt. Ég veit hvernig málin standa, ég þarf að koma mér í skikkanlegt form, 90 mínútur hér og það er hægt að byggja ofan á það og þá verð ég vonandi klár aftur í landsliðið. Það er nátturulega markmiðið, það vita það allir," sagði Aron Einar.

Það er enn möguleiki á því að Aron fari á láni frá Þór erlendis.

„Það ræðst á næstu dögum. Lánsglugginn er ennþá opinn, bara bíða og sjá,ef það gerist  ekki þá klára ég síðustu tvo leikina og við skoðum málin í janúar þegar glugginn opnar aftur," sagði Aron Einar.


Athugasemdir
banner