Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   lau 31. ágúst 2024 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar um ummæli Hareide: Hefði mátt orða þetta öðruvísi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar er enn vongóður að spila með landsliðinu
Aron Einar er enn vongóður að spila með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gerði jafntefli gegn ÍR á Akureyri í dag. Liðið er fjórum stigum á undan Gróttu í fallbaráttunni fyrir tvær síðustu umferðirnar. Fótbolti.net ræddi við Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍR

„Þetta var kaflaskiptur leikur eins og við mátti búast út af vindinum. Við fengum urmul af færum í fyrri hálfleik, við hefðum átt að setja svona þrjú á þá. Það sýndi karakter að koma til baka í seinni hálfleik á móti vindi og við fengum nokkur fín færi í seinni til að klára þetta. Punktur gerir ýmislegt fyrir okkur en mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik," sagði Aron Einar.

Það var hart barist í leiknum en Aron Einar er öllu vanur.

„Það er bara flott, ég fíla það. Þeir mættu með krafti, þeir eru að berjast um þetta topp fimm sæti og við að berjast um að sogast ekki í fallbaráttu. Þetta var stál í stál og það er bara partur af þessu," sagði Aron Einar.

Aron Einar var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagði að hann þyrfti að spila á hærra stigi til að vera valinn í hópinn.

„Ég og þjálfarinn erum í góðu sambandi. Ég hef ekki talað við hann eftir þetta komment. Kannski hefði hann mátt orða þetta öðruvísi. Við áttum spjallið fyrir hóp og hann veit mína stöðu. Ég var búinn að eiga spjallið við hann varðandi markmiðið mitt. Ég veit hvernig málin standa, ég þarf að koma mér í skikkanlegt form, 90 mínútur hér og það er hægt að byggja ofan á það og þá verð ég vonandi klár aftur í landsliðið. Það er nátturulega markmiðið, það vita það allir," sagði Aron Einar.

Það er enn möguleiki á því að Aron fari á láni frá Þór erlendis.

„Það ræðst á næstu dögum. Lánsglugginn er ennþá opinn, bara bíða og sjá,ef það gerist  ekki þá klára ég síðustu tvo leikina og við skoðum málin í janúar þegar glugginn opnar aftur," sagði Aron Einar.


Athugasemdir