Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   lau 31. ágúst 2024 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar um ummæli Hareide: Hefði mátt orða þetta öðruvísi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar er enn vongóður að spila með landsliðinu
Aron Einar er enn vongóður að spila með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gerði jafntefli gegn ÍR á Akureyri í dag. Liðið er fjórum stigum á undan Gróttu í fallbaráttunni fyrir tvær síðustu umferðirnar. Fótbolti.net ræddi við Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍR

„Þetta var kaflaskiptur leikur eins og við mátti búast út af vindinum. Við fengum urmul af færum í fyrri hálfleik, við hefðum átt að setja svona þrjú á þá. Það sýndi karakter að koma til baka í seinni hálfleik á móti vindi og við fengum nokkur fín færi í seinni til að klára þetta. Punktur gerir ýmislegt fyrir okkur en mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik," sagði Aron Einar.

Það var hart barist í leiknum en Aron Einar er öllu vanur.

„Það er bara flott, ég fíla það. Þeir mættu með krafti, þeir eru að berjast um þetta topp fimm sæti og við að berjast um að sogast ekki í fallbaráttu. Þetta var stál í stál og það er bara partur af þessu," sagði Aron Einar.

Aron Einar var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagði að hann þyrfti að spila á hærra stigi til að vera valinn í hópinn.

„Ég og þjálfarinn erum í góðu sambandi. Ég hef ekki talað við hann eftir þetta komment. Kannski hefði hann mátt orða þetta öðruvísi. Við áttum spjallið fyrir hóp og hann veit mína stöðu. Ég var búinn að eiga spjallið við hann varðandi markmiðið mitt. Ég veit hvernig málin standa, ég þarf að koma mér í skikkanlegt form, 90 mínútur hér og það er hægt að byggja ofan á það og þá verð ég vonandi klár aftur í landsliðið. Það er nátturulega markmiðið, það vita það allir," sagði Aron Einar.

Það er enn möguleiki á því að Aron fari á láni frá Þór erlendis.

„Það ræðst á næstu dögum. Lánsglugginn er ennþá opinn, bara bíða og sjá,ef það gerist  ekki þá klára ég síðustu tvo leikina og við skoðum málin í janúar þegar glugginn opnar aftur," sagði Aron Einar.


Athugasemdir
banner
banner