Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   lau 31. ágúst 2024 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar um ummæli Hareide: Hefði mátt orða þetta öðruvísi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar er enn vongóður að spila með landsliðinu
Aron Einar er enn vongóður að spila með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gerði jafntefli gegn ÍR á Akureyri í dag. Liðið er fjórum stigum á undan Gróttu í fallbaráttunni fyrir tvær síðustu umferðirnar. Fótbolti.net ræddi við Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍR

„Þetta var kaflaskiptur leikur eins og við mátti búast út af vindinum. Við fengum urmul af færum í fyrri hálfleik, við hefðum átt að setja svona þrjú á þá. Það sýndi karakter að koma til baka í seinni hálfleik á móti vindi og við fengum nokkur fín færi í seinni til að klára þetta. Punktur gerir ýmislegt fyrir okkur en mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik," sagði Aron Einar.

Það var hart barist í leiknum en Aron Einar er öllu vanur.

„Það er bara flott, ég fíla það. Þeir mættu með krafti, þeir eru að berjast um þetta topp fimm sæti og við að berjast um að sogast ekki í fallbaráttu. Þetta var stál í stál og það er bara partur af þessu," sagði Aron Einar.

Aron Einar var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagði að hann þyrfti að spila á hærra stigi til að vera valinn í hópinn.

„Ég og þjálfarinn erum í góðu sambandi. Ég hef ekki talað við hann eftir þetta komment. Kannski hefði hann mátt orða þetta öðruvísi. Við áttum spjallið fyrir hóp og hann veit mína stöðu. Ég var búinn að eiga spjallið við hann varðandi markmiðið mitt. Ég veit hvernig málin standa, ég þarf að koma mér í skikkanlegt form, 90 mínútur hér og það er hægt að byggja ofan á það og þá verð ég vonandi klár aftur í landsliðið. Það er nátturulega markmiðið, það vita það allir," sagði Aron Einar.

Það er enn möguleiki á því að Aron fari á láni frá Þór erlendis.

„Það ræðst á næstu dögum. Lánsglugginn er ennþá opinn, bara bíða og sjá,ef það gerist  ekki þá klára ég síðustu tvo leikina og við skoðum málin í janúar þegar glugginn opnar aftur," sagði Aron Einar.


Athugasemdir
banner
banner