Þýska stórliðið Bayern München hefur formlega sett sig í samband við Atalanta vegna nígeríska sóknarmannsins Ademola Lookman, en það er David Ornstein hjá Athletic sem greinir frá þessum tíðindum í dag.
Bayern hefur verið neytt til þess að skoða aðra möguleika eftir að Chelsea tjáði Nicolas Jackson að snúa aftur til Englands.
Chelsea og Bayern höfðu náð samkomulagi um Jackson, en enska félagið ákvað að stöðva skiptin þar sem það vill heldur selja leikmanninn en að lána hann út í eitt tímabil.
Jackson fór því ekki í læknisskoðun og er Bayern nú farið að skoða aðra kosti.
Ornstein segir Bayern hafa sett sig í samband við Atalanta um að fá nígeríska framherjann Ademola Lookman, sem getur einnig spilað á kantinum.
Bayern vill fá Lookman á láni og gera skiptin síðan varanleg á næsta ári.
Lookman hefur lýst yfir því að hann vilji fara frá Atalanta fyrir gluggalok.
Athugasemdir