Aston Villa og Crystal Palace mætast í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Villa Park klukkan 18:00 í kvöld.
Villa-menn hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum á meðan Palace hefur gert tvö jafntefli.
Marc Guehi, fyrirliði Palace, er í byrjunarliðinu sem kemur á óvart, en Liverpool hefur sent Lundúnaliðinu tilboð í Guehi og bíður nú eftir svari.
Ekki er enn ráðið hvort hann fari til Liverpool eða klári tímabilið með Palace.
Emi Martínez er ekki í markinu hjá Villa. Manchester United er í viðræðum við Villa um markvörðinn og því ákveðið að hvíla til að fyrirbyggja meiðsli. Marco Bizot kemur inn í hans stað.
Villa: Bizot; Cash, Konsa, Mings, Maatsen; McGinn, Tielemans; Malen, Rogers, Guessand; Watkins
Palace: Henderson; Richards, Lacroix, Guéhi; Muñoz, Wharton, Hughes, Mitchell; Sarr, Kamada; Mateta.
Athugasemdir