Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 16:49
Brynjar Ingi Erluson
Cherki frá í tvo mánuði - Ekitike kemur inn í franska landsliðið
Mynd: EPA
Rayan Cherki, leikmaður Manchester City, verður frá næstu tvo mánuði vegna meiðsla en þetta staðfesti Pep Guardiola, stjóri Man City, á blaðamannafundi í dag.

Frakkinn var ekki í hópnum hjá Man City í 2-1 tapinu gegn Brighton í dag og sagði Guardiola eftir leik að Cherki hafi meiðst í lærisvöðva.

Hann verður ekki með liðinu næstu tvo mánuði sem er mikið högg fyrir City-menn.

Cherki kom til félagsins frá Lyon í sumar og var í franska A-landsliðinu fyrir verkefnið í september, en Didier Deschamps, þjálfari landsliðsins, hefur nú valið Hugo Ekitike, framherja Liverpool, í stað hans.

Ekitike á því möguleika á að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu eftir að hafa spilað fjölmarga leiki með unglingalandsliðunum.
Athugasemdir