Víkingur tekur á móti Breiðabliki í stórleik 21. umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst 19:15, en búið er að opinbera byrjunarlið leiksins.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 Breiðablik
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 4-1 sigri gegn Vestra síðastliðinn þriðjudag.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Helgi Guðjónsson. Þeir Viktor Örlygur Andrason og Davíð Örn Atlason taka sér þá sæti á bekknum.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-3 sigri gegn Virtus úti í San Marínó.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Tobias Thomsen, Viktor Örn Margeirsson og Aron Bjarnason.
Þeir Kristófer Ingi Kristinsson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Ásgeir Helgi Orrason byrjuðu gegn Virtus, en taka sér allir sæti á bekknum í dag.
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth (f)
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
19. Óskar Borgþórsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
Athugasemdir