Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 12:26
Brynjar Ingi Erluson
Leverkusen íhugar að reka Ten Hag
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayer Leverkusen er alvarlega að íhuga að reka Erik ten Hag eftir aðeins tvo leiki í þýsku deildinni. Florian Plettenberg hjá Sky segir frá.

Ten Hag tók við Leverkusen í sumar eftir að hafa tekið tæpt ár í frí eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í október á síðasta ári.

Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Ten Hag og lærisveinum hans, en Leverkusen hefur tapað einum og gert eitt jafntefli.

Plettenberg segir Leverkusen nú íhuga þann möguleika að reka Ten Hag sem hefur beðið félagið um meiri tíma til þess að endurbyggja liðið.

Leverkusen missti stóra leikmenn á borð við Florian Wirtz, Granit Xhaka, Jonathan Tah og Jeremie Frimpong í glugganum og þá er Piero Hincapie á förum.

Ten Hag er samningsbundinn Leverkusen til 2027, en félagið mun nú greina stöðuna áður en það tekur ákvörðun.
Athugasemdir
banner
banner