Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 17:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emery vildi ekki tjá sig um fjarveru Martínez
Mynd: EPA
Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, er ekki í leikmannahópi liðsins í leik gegn Crystal Palace sem hefst klukkan 18.

Man Utd er í viðræðum um kaup á argentíska markverðinum.

Hollenski markvörðurinn Marco Bizot gekk til liðs við Aston Villa frá Brest í sumar og er í markinu í dag. Unai Emery, stjóri Aston Villa, var spurður út í fjarveru Martinez en hann vildi ekkert tjá sig.

„Bizot, Marco Bizot," sagði Emery einfaldlega. Hann var spurður enn frekar en endurtók aftur nafn Hollendingsins.

Aston Villa er orðað við Senne Lammens, markvörð Antwerp, en hann er einnig orðaður við Man Utd.
Athugasemdir
banner