Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 15:21
Brynjar Ingi Erluson
Paqueta ekki á förum - 'Kastaði símanum' frá sér og kyssti merkið
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paqueta er ekkert á förum frá West Ham eða hann gaf það að minnsta kosti sterklega í skyn er hann fagnaði marki sínu í 3-0 sigrinum á Forest í dag.

Aston Villa er á eftir Paqueta og er sagt hafa verið í viðræðum við West Ham um kaup á honum.

Hann hefur sjálfur ekkert tjáð sig um framtíð sína, en miðað við fagn hans í dag er enginn möguleiki á að hann sé á förum frá Hömrunum.

Paqueta skoraði annað mark West Ham úr vítaspyrnu og fagnaði síðan með því að þykjast svara í síma og kasta honum síðan frá sér áður en hann kyssti merkið á treyjunni.

Þetta er afar undarlegt í ljósi þess að Fabrizio Romano sagði vera stutt í „Here we go!“ á skiptin. Hann sagði í gær að Villa væri að ganga frá samkomulagi um að Paqueta kæmi á láni og að kaupin yrðu gerð varanleg á næsta ári fyrir 47 milljónir punda.

Paqueta greinilega samþykkti að ganga í raðir Villa eins og má sjá í fagninu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner