Fimmtánda umferð Bestu deildar kvenna kláraðist loksins í gær en hófst í byrjun mánaðarins þegar Breiðablik fór létt með Val. Þessi lið hafa verið miklir keppinautar síðustu ár en í dag er mikill munur á þeim.
Agla María Albertsdóttir og Birta Georgsdóttir hafa verið stórfenglegar í sumar en þær eru báðar í sterkasta liðinu í sjöunda sinn. Breiðablik vann leikinn 3-0 og var Elín Helena Karlsdóttir öflug en hún hefur verið stórgóð í sumar. Nik Chamberlain er sterkasti þjálfari umferðarinnar.
Agla María Albertsdóttir og Birta Georgsdóttir hafa verið stórfenglegar í sumar en þær eru báðar í sterkasta liðinu í sjöunda sinn. Breiðablik vann leikinn 3-0 og var Elín Helena Karlsdóttir öflug en hún hefur verið stórgóð í sumar. Nik Chamberlain er sterkasti þjálfari umferðarinnar.

Óskar Smári Haraldsson gerði sterkt tilkall að vera þjálfari umferðarinnar en hans stelpur unnu mikilvægan sigur á Þór/KA á útivelli. Þar var Murielle Tiernan besti leikmaður vallarins en Ashley Brown Orkus kom þá sterk í markið hjá Frömurum.
Víkingur komst upp úr fallsvæði með sigri á Tindastóli. Linda Líf Boama og Bergdís Sveinsdóttir hafa spilað mjög vel að undanförnu og héldu því áfram þarna.
Þá vann FH, sem er í öðru sæti deildarinnar, geggjaða sigur á Þrótti sem stimplaði sig alveg út úr titilbaráttunni. Arna Eiríksdóttir og Thelma Lóa Hermannsdóttir voru öflugar í þeim leik.
Þá voru Jakobína Hjörvarsdóttir og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir bestar í þægilegum sigri Stjörnunnar á FHL.
Fyrri lið umferðarinnar
Athugasemdir