Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 10. ágúst 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net fyrir enska: 14. - 20. sæti
Það er erfitt tímabil framundan fyrir Aron Einar og félaga.
Það er erfitt tímabil framundan fyrir Aron Einar og félaga.
Mynd: Getty Images
Warnock mætir með fyrirsagnirnar.
Warnock mætir með fyrirsagnirnar.
Mynd: Getty Images
Abdoulaye Doucoure hjá Watford.
Abdoulaye Doucoure hjá Watford.
Mynd: Getty Images
Ben Foster er kominn aftur til Watford.
Ben Foster er kominn aftur til Watford.
Mynd: Watford
Mynd: Getty Images
Wagner, stjóri Huddersfield.
Wagner, stjóri Huddersfield.
Mynd: Getty Images
Hvað skorar Alireza Jahanbakhsh mörg fyrir Brighton?
Hvað skorar Alireza Jahanbakhsh mörg fyrir Brighton?
Mynd: Getty Images
Chris Hughton, stjóri Brighton.
Chris Hughton, stjóri Brighton.
Mynd: Getty Images
Nathan Ake, lykilmaður í vörn Bournemouth.
Nathan Ake, lykilmaður í vörn Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Ki Sung-yueng spjallar við Matt Ritchie.
Ki Sung-yueng spjallar við Matt Ritchie.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, stjóri Newcastle.
Rafa Benítez, stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Kenedy er mættur aftur á láni.
Kenedy er mættur aftur á láni.
Mynd: Getty Images
Jannik Vestergaard, nýr varnarjaxl Southampton.
Jannik Vestergaard, nýr varnarjaxl Southampton.
Mynd: Getty Images
Keppni í ensku úrvalsdeildinni fer af stað í kvöld en Fótbolti.net hitar upp í dag með því að opinbera spá sína fyrir deildina og kynna liðin 20 sem þar berjast.

Í fyrsta hlutanum kynnum við liðin sem spáð er að verði í fallbaráttunni.

20. Cardiff
Í fyrra: 2. sæti í Championship

Warnock mætir með fyrirsagnirnar
Gleðitíðindi fyrir enska fjölmiðla! Neil Warnock er mættur aftur í deildina og frá þessum litríka stjóra munu koma litríkar fyrirsagnir. Hans lið einkennast af dugnaði, baráttu og vinnusemi. Hvort það dugi Cardiff til að halda sér uppi verður að koma í ljós. Leikmannahópnum skortir úrvalsdeildarreynslu og það er erfitt tímabil framundan.

Lykilmaður: Sean Morrison, fyrirliði og miðvörður Cardiff. Þessi 27 ára leikmaður var valinn leikmaður ársins hjá velska félaginu. Það mun mikið mæða á varnarmönnum Cardiff og þar er Morrison lykilmaður. Hann og kollegi hans í hjarta varnarinnar, Sol Bamba, voru magnaðir þegar Cardiff komst upp.

Fylgist með: Hér er ekki hægt að horfa framhjá landsliðsfyrirliðanum. Aron Einar Gunnarsson hefði yfirgefið Cardiff ef liðið hefði ekki komist upp úr Championship-deildinni. Aron er í gríðarlega miklum metum hjá Warnock og vonandi mun hann ná að halda sér sem mest frá meiðslum og setja mark sitt á úrvalsdeildina.

Líklegt byrjunarlið: Etheridge; Richards, Bamba, Morrison, Bennett; Murphy, Aron Einar, Camarasa, Hoilett; Reid, Zohore.

Komnir:
Bobby Reid frá Bristol City - Kaupverð ekki gefið upp
Greg Cunningham frá Preston - Kaupverð ekki gefið upp
Josh Murphy frá Norwich - Kaupverð ekki gefið upp
Alex Smithies frá QPR - Kaupverð ekki gefið upp
Victor Camarasa frá Real Betis - Á láni
Harry Arter frá Bournemouth - Á láni

Farnir:
Omar Bogle til Birmingham - Á láni
Lee Camp til Birmingham - Frítt

19. Watford
Í fyrra: 14. sæti

Richarlison horfinn á braut
Sparkspekingar eru ekki mjög bjartsýnir fyrir gengi Watford á tímabilinu en þó virðast stuðningsmennirnir vera nokkuð bjartir. Eins og kannski er eðlilegt áður en mótið fer af stað. Watford hefur ekki unnið útileik síðan í nóvember en þrátt fyrir að Richarlison sé horfinn á braut er sköpunarmátturinn á miðsvæðinu kannski meiri en undanfarin ár. Það er ekki algengt að Watford byrji með sama stjóra og það lauk síðasta tímabil með. Javi Gracia er af mörgum veðbönkum líklegastur til að vera rekinn fyrstur.

Lykilmaður: Franski miðjumaðurinn Abdoulaye Doucoure er enn hjá Watford en hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu. Þá þarf Watford að treysta á að Chalobah og Cleverley verði í formi.

Fylgist með: Ben Foster er kominn aftur í Watford og gleður það stuðningsmenn liðsins mikið. Markvörðurinn er mjög vinsæll á Vicarage Road eftir að hafa leikið fyrir félagið 2005-2007.

Líklegt byrjunarlið: Foster; Femenía, Cathcart, Kabasele, Masina; Doucouré, Chalobah; Hughes, Cleverley, Pereyra; Deeney.

Komnir:
Marc Navarro frá Espanyol - Kaupverð ekki gefið upp
Gerard Deulofeu frá Barcelona - 11,5 milljónir punda
Ben Foster frá West Brom - Kaupverð ekki gefið upp
Ken Sema frá Ostersunds - Kaupverð ekki gefið upp
Adam Masina frá Bologna - 3,5 milljónir punda
Domingos Quina frá West Ham - Kaupverð ekki gefið upp
Ben Wilmot frá Stevenage - Kaupverð ekki gefið upp

Farnir:
Richarlison til Everton - 40 milljónir punda
Costel Pantilimon til Nottingham Forest - Kaupverð ekki gefið upp

18. Huddersfield
Í fyrra: 16. sæti

Wagner gríðarlega vinsæll
Metnaðurinn er svo sannarlega til staðar hjá Huddersfield þrátt fyrir að liðinu sé spáð falli. Það er alltaf jákvæðni í kringum stjórann David Wagner, sem er gríðarlega vinsæll, og nú er félagið komið með yfirmann íþróttamála, Olaf Rebbe sem var hjá Wolfsburg. Þrátt fyrir að Huddersfield hafi náð að halda sínum lykilmönnum verður að horfa til þess að samkeppnin í deildinni hefur aukist enn frekar og útlit fyrir erfitt tímabil.

Lykilmaður: Það var mjög mikilvægt fyrir Huddersfield að tryggja sér þjónustu varnarmannsins Terence Kongolo áfram. Hann lék mjög vel þegar hann kom á láni frá Mónakó á síðasta tímabili og nú er hann alkominn.

Fylgist með: Rétt fyrir gluggalok náði Huddersfield að krækja í kantmanninn Isaac Mbenza sem kemur á láni frá Montpellier. Mbenza er 22 ára gamall og fæddist í Frakklandi en hefur leikið fyrir yngri landslið Belgíu.

Líklegt byrjunarlið: Lössl; Lössl; Jörgensen, Schindler, Kongolo; Hadergjonaj, Löwe, Hogg, Mooy, Billing; Pritchard, Depoitre.

Komnir:
Isaac Mbenza frá Montpellier - Á láni
Ben Hamer frá Leicester - Frítt
Ramadan Sobhi frá Stoke - Kaupverð ekki gefið upp
Terence Kongolo frá Mónakó - 17,5 milljónir punda
Juninho Bacuna frá FC Groningen - Kaupverð ekki gefið upp
Erik Durm frá Dortmund - Kaupverð ekki gefið upp
Florent Hadergjonaj frá Ingolstadt - 4,5 milljónir punda
Jonas Lossl frá Mainz - Var á láni í fyrra
Adama Diakhaby frá Mónakó - Kaupverð ekki gefið upp

Farnir:
Tom Ince til Stoke - 12 milljónir punda
Dean Whitehead - Hættur
Rob Green til Chelsea - Frítt
Scott Malone til Derby - Kaupverð ekki gefið upp
Jordan Williams til Barnsley - Kaupverð ekki gefið upp
Michael Hefele til Nottingham Forest - Kaupverð ekki gefið upp
Sean Scannell til Bradford - Kaupverð ekki gefið upp

17. Brighton & Hove Albion
Í fyrra: 15. sæti

Áhugaverð leikmannakaup
Markmið Chris Hughton og hans liðs er að halda áfram að festa liðið í sessi í efstu deild. Félagið hefur notað sumarið í að gera áhugaverð leikmannakaup og fróðlegt verður að sjá hvernig nýir menn koma inn. Á góðum degi spilar Brighton skemmtilegan fótbolta en liðið verður að ná að dreifa marka-ábyrgðinni sem hefur verið á herðum hins 34 ára Glenn Murray.

Lykilmaður: Alireza Jahanbakhsh. Lokaðu nú augunum og reyndu að stafa nafnið! Jahanbakhsh er 24 ára gamall en hann var keyptur til Brighton á um 17 milljónir punda. Hann var markahæsti maður hollensku deildarinnar á síðasta tímabili með 21 mark í 33 leikjum fyrir AZ Alkmaar.

Fylgist með: Brighton fékk bakvörðurinn Bernardo frá Red Bull Leipzig en hann er fyrsti Brasilíumaðurinn til að leika fyrir félagið. Einn af mörgum spennandi leikmönnum sem mættir eru.

Líklegt byrjunarlið: Ryan; Schelotto, Dunk, Duffy, Bernardo; Bissouma, Stephens, Gröss, Izquierdo; Jahanbakhsh, Andone.

Komnir:
Alireza Jahanbakhsh frá AZ Alkmaar - Kaupverð ekki gefið upp
Leon Balogun frá Mainz - Frítt
Florin Andone frá Deportivo La Coruna - Kaupverð ekki gefið upp
Jason Steele frá Sunderland - Kaupverð ekki gefið upp
Bernardo Fernandes frá RB Leipzig - Kaupverð ekki gefið upp
David Button frá Fulham - Kaupverð ekki gefið upp
Yves Bissouma frá Lille - Kaupverð ekki gefið upp
Percy Tau frá Mamelodi Sundowns - Kaupverð ekki gefið upp
Billy Arce frá Independiente del Valle - Kaupverð ekki gefið upp
Dan Burn fra Wigan - Kaupverð ekki gefið upp
Peter Gwargis frá Jonkopings Sodra- Kaupverð ekki gefið upp
Martin Montoya frá Valencia - Kaupverð ekki gefið upp

Farnir:
Jiri Skalak til Millwall - Kaupverð ekki gefið upp
Sam Baldock til Reading - 5 milljónir punda
Steve Sidwell - Samningslaus
Liam Rosenior - Hættur
Tim Krul til Norwich - Frítt
Niki Maenpaa - Samningslaus

16. Bournemouth
Í fyrra: 12. sæti

Gengið illa með stóru liðin
Stuðningsmenn búast ekki við því að liðið endi ofar en á síðasta tímabili. Eddie Howe hefur náð mögnuðum árangri með Bournemouth en liðinu hefur þó gengið mjög illa með efstu lið deildarinnar. Það er á sínu fjórða ári í röð í efstu deild sem er flottur árangur hjá þessu litla félagi. Markmiðið áfram er að lifa af í þessari hákarladeild.

Lykilmaður: Vörn Bournemouth er byggð í kringum Hollendinginn Nathan Ake sem er hrikalega vinsæll meðal stuðningsmanna.

Fylgist með: Hér nefnum við þrjá leikmenn. Nær hinn 21 árs Lewis Cook að verða jafnvel enn betri en á síðasta tímabili? Jafnaldri hans, hinn velski landsliðsmiðjumaður David Brooks, var keyptur á 10 milljónir punda frá Sheffield United og hefur lofað góðu á undirbúningstímabilinu. Svo er það spænski vinstri bakvörðurinn Diego Rico sem hafnaði Dortmund til að ganga í raðir Bournemouth.

Líklegt byrjunarlið: Begovic; Francis, Ake, S. Cook; Fraser, Daniel; Gosling, L. Cook, Surman; King, Wilson.

Komnir:
David Brooks frá Sheffield United - Kaupverð ekki gefið upp
Diego Rico frá Leganes - 10,7 milljónir punda
Jefferson Lerma frá Levante - 25 milljónir punda

Farnir:
Benik Afobe til Wolves - 12,5 milljónir punda
Lewis Grabban til Nottingham Forest- Kaupverð ekki gefið upp
Harry Arter til Cardiff - Á láni
Adam Federici til Stoke - Kaupverð ekki gefið upp
Brad Smith til Seattle Sounders - Á láni
Max Gradel til Toulouse - Kaupverð ekki gefið upp
Ryan Allsop til Wycombe - Frítt

15. Newcastle
Í fyrra: 10. sæti

Erfitt andrúmsloft
Andrúmsloftið í kringum félagið hefur verið sérstakt og mun verða það áfram á meðan Mike Ashley er eigandi félagsins. Ashley er eins óvinsæll meðal stuðningsmanna liðsins eins og stjórinn Rafa Benítez er vinsæll. Benítez leyndi ekki yfir pirringi sínum vegna takmarkaðra fjármuna til leikmannakaupa í sumar og fyrirsagnirnar kringum Newcastle munu halda áfram að snúast um eigendamál félagsins.

Lykilmaður: Ki Sung-yueng er kominn frá Swansea. Hann er fyrirliði Suður-Kóreu og mikill leiðtogi og karakter. Fróðlegt verður að sjá hvernig samstarf hans og Jonjo Shelvey á miðsvæðinu mun koma út hjá Newcastle.

Fylgist með: Markvörðurinn Martin Dubravka og vængmaðurinn Kenedy eru komnir aftur. Dubravka var á láni á síðasta tímabili en er nú alkominn og spilar heilt tímabil. Þá er Kenedy aftur kominn á láni frá Chelsea.

Líklegt byrjunarlið: Dubravka; Yedlin, Lascelles, Schär, Dummett; Kenedy, Diamé, Shelvey, Ritchie; Muto, Rondon.

Komnir:
Martin Dubravka frá Sparta Prag - Var á láni á síðasta tímabili
Ki Sung-yueng frá Swansea - Frítt
Kenedy frá Chelsea - Á láni
Fabian Schar frá Deportivo La Coruna - 3 milljónir punda
Yoshinori Muto frá Mainz - Kaupverð ekki gefið upp
Salomon Rondon frá West Brom - Á láni
Federico Fernandez frá Swansea - 6 milljónir punda

Farnir:
Chancel Mbemba til Schalke - Kaupverð ekki gefið upp
Matz Sels til Strasbourg - 3,5 milljónir punda
Adam Armstrong til Blackburn - 1,75 milljónir punda
Ivan Toney til Peterborough - Kaupverð ekki gefið upp
Mikel Merino til Real Sociedad - Kaupverð ekki gefið upp
Jack Colback til Nottingham Forest - Á láni

14. Southampton
Í fyrra: 17. sæti

Óvenjulegt sumar
Dýrlingarnir eru vanir því að koma mikið við sögu í sumarfréttunum en þetta ár hefur verið frábrugðið og liðið í raun ótrúlega lítið í umræðunni. Stuðningsmenn eru ánægðir með þá leikmenn sem koma inn og hversu hratt var unnið á leikmannamarkaðnum. Allt bendir til þess að liðið muni enda ofar en á síðasta tímabili, það þarf reyndar ekki mikið til. Mark Hughes tók við liðinu í fallbaráttu í mars og fékk svo nýjan samning eftir að hafa náð að halda liðinu í deild þeirra bestu.

Lykilmaður: Danski varnarmaðurinn Jannik Vestergaard kom frá Gladbach í Þýskalandi. Stór og sterkur miðvörður sem hefur alla þá eiginleika sem eiga að prýða öfluga varnarmenn í ensku deildinni. Er hann mögulega leiðtoginn sem Southampton hefur vantað í 18 mánuði, síðan Virgil van Dijk meiddist og fór síðan til Liverpool?

Fylgist með: Mohamed Elyounoussi. Norski landsliðssóknarleikmaðurinn sem fenginn var til að fylla skarð Dusan Tadic sem fór til Ajax.

Líklegt byrjunarlið: McCarthy; Soares, Bednarek, Vestergaard, Yoshida, Bertrand; Ward-Prowse, Romeu, Armstrong, Elyounoussi; Gabbiadini

Komnir:
Stuart Armstrong frá Celtic - 7 milljónir punda
Mohamed Elyounoussi frá Basel - 16 milljónir punda
Angus Gunn frá Manchester City - Kaupverð ekki gefið upp
Jannik Vestergaard frá Gladbach - 18 milljónir punda

Farnir:
Dusan Tadic til Ajax - 15 milljónir punda
Jordy Clasie til Feyenoord - Á láni
Guido Carrillo til Leganes - Á láni
Sofiane Boufal til Celta Vigo - Á láni
Jeremy Pied - Samningslaus
Florin Gardos til Universitatae Craiova - Frítt
Athugasemdir
banner
banner
banner