Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið í dag hjá okkur var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
   mið 25. maí 2011 08:00
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Kjalnesinga: Þetta eru bara pjásur úr Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Þetta eru bara pjásur úr Eyjum," sagði Guðjón Erlendsson þjálfari Kjalnesinga þegar Fótbolti.net heimsótti hann í vinnuna hans í Hjólbarðahöllinni í gær. Liðið mætir ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld.

Kjalnesingar hafa tekið þátt í bikarkeppninni undanfarin ár en liðið hefur í áraraðir leikið í utandeildinni undir nafni Kumho Rovers. Mikil spenna er hjá Kjalnesingum fyrir leikinn sem fer fram á gervigrasvelli Fram í Safamýri klukkan 18:00 í kvöld.

,,Við reynum að þvælast fyrir þeim eins mikið og við getum. Það er gríðarlegur styrkleikamunur á þessum liðum en við reynum. Við ætlum að reyna að koma á óvart og gera eitthvað. Mottóið er að setja mark á þá."

Tryggvi Guðmundsson verður ekki með Eyjamönnum vegna meiðsla og Kjalnesingar eru svekktir yfir því.

,,Við söknum svolítið Tryggva, menn ætluðu að fá aðeins að taka á honum en það verður að bíða betri tíma," sagði Guðjón meðal annars í viðtalinu.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner