,,Þetta eru bara pjásur úr Eyjum," sagði Guðjón Erlendsson þjálfari Kjalnesinga þegar Fótbolti.net heimsótti hann í vinnuna hans í Hjólbarðahöllinni í gær. Liðið mætir ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld.
Kjalnesingar hafa tekið þátt í bikarkeppninni undanfarin ár en liðið hefur í áraraðir leikið í utandeildinni undir nafni Kumho Rovers. Mikil spenna er hjá Kjalnesingum fyrir leikinn sem fer fram á gervigrasvelli Fram í Safamýri klukkan 18:00 í kvöld.
Kjalnesingar hafa tekið þátt í bikarkeppninni undanfarin ár en liðið hefur í áraraðir leikið í utandeildinni undir nafni Kumho Rovers. Mikil spenna er hjá Kjalnesingum fyrir leikinn sem fer fram á gervigrasvelli Fram í Safamýri klukkan 18:00 í kvöld.
,,Við reynum að þvælast fyrir þeim eins mikið og við getum. Það er gríðarlegur styrkleikamunur á þessum liðum en við reynum. Við ætlum að reyna að koma á óvart og gera eitthvað. Mottóið er að setja mark á þá."
Tryggvi Guðmundsson verður ekki með Eyjamönnum vegna meiðsla og Kjalnesingar eru svekktir yfir því.
,,Við söknum svolítið Tryggva, menn ætluðu að fá aðeins að taka á honum en það verður að bíða betri tíma," sagði Guðjón meðal annars í viðtalinu.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.