Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. desember 2011 13:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Debatabledecisions 
Leiðrétt stöðutafla á Englandi - Dómaramistök strokuð út
Mynd: Getty Images
Manchester United trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar ef mistök dómara á leiktíðinni eru strokuð út. Vefsíðan debatabledecisions.com er ansi athyglisverð en hún fjallar um dýrkeypt mistök dómara.

Á síðunni má finna töflu sem kölluð er „Hin sanna stöðutafla ensku úrvalsdeildarinnar".

Sérstakur dómstóll á vegum síðunnar fer yfir dómaramistök. Mörk sem ranglega eru dæmd af eru gefin gild og vítaspyrnur sem átti að dæma eru gefin sem mörk.

Auðvitað breytast leikir eftir ákvörðunum sem slíkum og því ber ekki að taka þessari töflu mjög alvarlega en fróðlegt er þó að skoða hana.

Leiðrétt stöðutafla:
(ATH! Úrslit helgarinnar hafa ekki verið færð inn)
1. Man Utd - 39 stig
2. Man City - 38
3. Chelsea - 33
4. Arsenal - 30
5. Tottenham - 27
6. Liverpool - 24
7. Newcastle - 19
8. Norwich - 17
9. Sunderland - 16
10. Everton - 16
11. Wolves - 15
12. Fulham - 14
13. Swansea - 14
14. West Brom - 13
15. Aston Villa - 13
16. Stoke - 11
17. QPR - 11
18. Blackburn - 10
19. Wigan - 9
20. Bolton - 9
banner
banner