Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 24. mars 2012 19:33
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Þórðar: Hugarfar taparans ríkjandi hjá alltof mörgum
,,Ég hefði viljað fá meiri út úr þessum leik og ég hefði viljað fá betri framgöngu minna manna," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindvíkinga við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í Lengjubikarnum í dag.

,,Mér fannst vanta meiri ákefð, meiri vilja til að vinna og meira vinnuframlag hjá hverjum og einum leikmanni. Það er ekki nóg að spila einn leik vel eins og í síðustu umferð á móti Fylki og vera síðan á hálfum hraða á móti Fjölni."

,,Þetta er eitthvað sem menn verða að laga fyrr en síðar því að það styttist óðfluga í mót. Hugarfarið er ekki stillt á að vinna einhverja leiki í röð og hugarfar taparans er ríkjandi hjá alltof mörgum."


Grindvíkingar eru í leit að liðsstyrk og Guðjón vonast til að sú leit beri árangur á næstunni.

,,Við höfum verið að skoða en höfum ekki verið nógu sáttir með það sem hefur verið í boði. Við erum að vonast til að það detti inn á næstu dögum eða vikum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner