Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 27. september 2012 15:15
Fótbolti.net
Stuðningsmenn ársins - Silfurskeiðin
„Hafa hjálpað okkur mikið"
Blái liturinn tekur yfir.
Blái liturinn tekur yfir.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Valið á stuðningsmannahóp ársins var ekki erfitt. Enginn getur mótmælt því að Silfurskeiðin hefur verið langbest í þessum flokki í sumar og stutt Stjörnuna í gegnum súrt og sætt.

„Silfurskeiðin hefur hjálpað okkur mikið og verið tólfti maðurinn upp í stúku," segir Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar.

„Þeir hafa komið með skemmtileg lög sem hafa kannski fallið í misjafnan jarðveg hjá sumum. Þetta setur skemmtilegan svip á þessa stemningu sem er á leikjunum."

„Það er alveg á hreinu að okkar stuðningsmannasveit hefur yfirburði. Aðrir nenna varla að mæta þó liðið fari aðeins að tapa og gera einhver jafntefli. Hjá okkur hefur verið mjög fínn stuðningur og frábært að hafa þessa stráka með okkur í liði," segir Jóhann.
Athugasemdir
banner
banner
banner