Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 16. október 2012 08:00
Benedikt Bóas Hinriksson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
RÚV í ruglinu
Benedikt Bóas Hinriksson
Benedikt Bóas Hinriksson
Finndu fimm villur. Haukur Harðarson birti sömu frétt í gær og Edda Sif var með á sunnudag. Hann mætti ekki á neinn blaðamannafund.
Finndu fimm villur. Haukur Harðarson birti sömu frétt í gær og Edda Sif var með á sunnudag. Hann mætti ekki á neinn blaðamannafund.
Mynd: Samsett
Gífuryrði á borð við toppumfjöllun og massafagmennska voru notuð fyrir mánuði hjá íþróttastjóra Rúv.
Gífuryrði á borð við toppumfjöllun og massafagmennska voru notuð fyrir mánuði hjá íþróttastjóra Rúv.
Mynd: Samsett
Frá æfingu landsliðsins í gær.
Frá æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
RÚV hefur ákveðið að gefa skít í íslenska landsliðið.

Í dag leiðir Grétar Rafn liðið til leiks í einum mikilvægasta leik landsliðsins í langan tíma. Það er ekki á hverjum degi sem það er toppslagur í Dalnum. Blaðamenn hafa verið duglegir að dreifa boðskapnum enda hafa strákarnir óskað eftir fullum velli.

Allir nema RÚV hafa birt viðtöl við strákana. Allir nema RÚV mættu á blaðamannafundina. Allir nema RÚV hafa verið að peppa strákana enda ljóst að við ramman reip verður að draga í kvöld.

RÚV er með sýningarréttinn af leiknum en fer ekki í loftið fyrr en nokkrum mínútum fyrir upphafsspyrnu. Það skýtur því skökku við að RÚV skuli ekki vera duglegast af öllum miðlum að „hæpa“ upp sinn eigin dagskrárviðburð. Nei, fólkið á RÚV hefur ekkert gert til að hjálpa þessum drengjum.

Það var blaðamannafundur hjá Íslandi kl. 13 á sunnudaginn, hjá Sviss kl. 11 í gær, viðtöl við landsliðsmenn á opinni æfingu kl. 12 og Lars Lagerbäck sat fyrir svörum kl. 15. RÚV mætti á einn viðburð með myndatökumann og tók yfirlitsmyndir. Enginn íþróttafréttamaður mætti. Haukur Harðarson sat á afturendanum og fréttatíminn kl. 19 í gær var svona:

Frétt eitt: Gamlar fréttir um að Albanir ætla ekki að aðhæfast meira vegna Arons - myndir úr myndasafni. Frétt sem allir eru búnir að afgreiða. Sko allir. Meira að segja Albanir.

Frétt tvö: Hversu margir miðar hafa verið seldir og staðan í riðlinum undir myndum af æfingu í dag.

Frétt þrjú: Tennis sem Edda Sif sagði frá líka á sunnudeginum. Sama frétt. Alveg eins. Nákvæmlega það sama. Hún var copy/paste. Magnað.

Tíufréttir: Bílastæðafréttir.

Arnar Björnsson var með kvöldfréttir á Stöð 2 í gær og var með viðtöl við marga landsliðsmenn.

Síðdegisútvarpið á RÚV, sem er með mikla hlustun, var ekki með neitt um leikinn það sem ég heyrði. Datt engum í hug að fá Aron Einar í Kastljósið, Lars Lagerbäck í 360 gráður, Alfreð Finnboga að tala um Marco Van Basten, Grétar Rafn um Tyrkland. Svona mætti lengi telja. Datt bara engum í hug að standa upp frá stólnum og jafnvel labba lengra en að kaffivélinni? Er það virkilega svona erfitt?

Hefði ekki mátt sýna leikinn á Ólympíurásinni og byrja útsendingu fyrr? Neita að trúa að það sé mikið mál að starta henni. Hefði ekki mátt vera með hálftíma prógramm í gær eftir íslenska boltann? Hefði ekki mátt fá einhverja gesti í síðdegisútvarpið og hefði ekki mátt bara gera eitthvað? Bara eitthvað!!! Eitt orð. Auddi Blö og Sóli Hólm voru með Gylfa Sig hjá sér.

Ótrúlegt en satt þá hefur 365 rústað RÚV í umfjöllun ljósvakamiðlanna og þeir eru ekki einu sinni með sýningarréttinn. Það er ekki furða að starfsmenn KSÍ hafi hrist hausinn.

Ég sem borgandi RÚV maður er ekki sáttur en ég ætla ekki að láta RÚV eyðileggja fyrir mér. Ég ætla að gera lífið skemmtilegra í kvöld og öskra mig hásan. Strákarnir eiga það svo sannarlega skilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner