„Ég er bara svektkur og strákarnir mjög svekktir. Sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 2-1 tap gegn KA í dag en þetta tap þýddi að Grindavík nær ekki að verða deildarmeistari. „Við ætluðum að setja þetta í úrslita helgi eftir viku.“
Lestu um leikinn: KA 2 - 1 Grindavík
„Mér fannst leikurinn okkar ekki alveg nógu góður. Mér fannst það sem einkennir Grindavík ekki alveg koma inn fyrr en við vorum komnir upp við vegg og þeir komnir yfir þá fór ég að kannast við mína menn.“
„Þetta var stór leikur, þungur völlur, mikið af tæklingum og vafasömum atriðum.“
„Þegar maður tapar er maður oft pínu súr yfir ákvörðunum sem kostuðu okkur mikið í dag. Ég held að það hafi allir séð að þetta var aldrei víti. Björn gerði þetta frábærlega og fær svo dæmt á sig víti sem er hrikalega súrt.“
Aðspurður um frammistöðu dómarans í leiknum sagði Óli:
„Á maður bara ekki að segja sem minnst. Ég veit að þeir eru að reyna sitt besta en það eru stór atriði sem falla á móti okkur og það er erfitt að kyngja því. Ég hefði viljað sjá alvöru Pepsi dómara á þetta verkefni einhvern stóran Pepsi dómara.
Nánar er rætt við Óla Stefán í spilaranum fyrir ofan
Athugasemdir