Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   lau 17. september 2016 17:11
Baldvin Kári Magnússon
Óli Stefán: Hefði viljað sjá alvöru Pepsi dómara í þessu verkefni
Óli var ekki sáttur við dómgæsluna í leiknum.
Óli var ekki sáttur við dómgæsluna í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég er bara svektkur og strákarnir mjög svekktir. Sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 2-1 tap gegn KA í dag en þetta tap þýddi að Grindavík nær ekki að verða deildarmeistari. „Við ætluðum að setja þetta í úrslita helgi eftir viku.“

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Grindavík

„Mér fannst leikurinn okkar ekki alveg nógu góður. Mér fannst það sem einkennir Grindavík ekki alveg koma inn fyrr en við vorum komnir upp við vegg og þeir komnir yfir þá fór ég að kannast við mína menn.“

„Þetta var stór leikur, þungur völlur, mikið af tæklingum og vafasömum atriðum.“

„Þegar maður tapar er maður oft pínu súr yfir ákvörðunum sem kostuðu okkur mikið í dag. Ég held að það hafi allir séð að þetta var aldrei víti. Björn gerði þetta frábærlega og fær svo dæmt á sig víti sem er hrikalega súrt.“

Aðspurður um frammistöðu dómarans í leiknum sagði Óli:
„Á maður bara ekki að segja sem minnst. Ég veit að þeir eru að reyna sitt besta en það eru stór atriði sem falla á móti okkur og það er erfitt að kyngja því. Ég hefði viljað sjá alvöru Pepsi dómara á þetta verkefni einhvern stóran Pepsi dómara.

Nánar er rætt við Óla Stefán í spilaranum fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner