Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
banner
   lau 17. september 2016 17:11
Baldvin Kári Magnússon
Óli Stefán: Hefði viljað sjá alvöru Pepsi dómara í þessu verkefni
Óli var ekki sáttur við dómgæsluna í leiknum.
Óli var ekki sáttur við dómgæsluna í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég er bara svektkur og strákarnir mjög svekktir. Sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 2-1 tap gegn KA í dag en þetta tap þýddi að Grindavík nær ekki að verða deildarmeistari. „Við ætluðum að setja þetta í úrslita helgi eftir viku.“

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Grindavík

„Mér fannst leikurinn okkar ekki alveg nógu góður. Mér fannst það sem einkennir Grindavík ekki alveg koma inn fyrr en við vorum komnir upp við vegg og þeir komnir yfir þá fór ég að kannast við mína menn.“

„Þetta var stór leikur, þungur völlur, mikið af tæklingum og vafasömum atriðum.“

„Þegar maður tapar er maður oft pínu súr yfir ákvörðunum sem kostuðu okkur mikið í dag. Ég held að það hafi allir séð að þetta var aldrei víti. Björn gerði þetta frábærlega og fær svo dæmt á sig víti sem er hrikalega súrt.“

Aðspurður um frammistöðu dómarans í leiknum sagði Óli:
„Á maður bara ekki að segja sem minnst. Ég veit að þeir eru að reyna sitt besta en það eru stór atriði sem falla á móti okkur og það er erfitt að kyngja því. Ég hefði viljað sjá alvöru Pepsi dómara á þetta verkefni einhvern stóran Pepsi dómara.

Nánar er rætt við Óla Stefán í spilaranum fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner