Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Tekur við eftir að allir leikmennirnir neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
   lau 09. júní 2018 18:54
Sverrir Örn Einarsson
Gústi: Mjög kærkomið
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar unnu í dag sinn fyrsta sigur í Pepsi deild karla síðan 12.maí þegar liðið vann Grindavík 2-0 á blautum og erfiðum Grindavíkurvelli.
Með sigrinum jafna Blikar Grindavík að stigum í töflunni koma sér aftur á skrið í deildinni eftir magra uppskeru upp á síðkastið.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var mjög kærkomið og við stóðum okkur bara nokkuð vel í þessum leik fannst mér svona heilt yfir. Við vorum skipulagðir og mættum vel skipulögðu liði svo þetta snerist um að halda boltanum við erfiðar aðstæður, blautt gras, rigning og smá rok en lykilatriðið var að klára og vinna leikinn 2-0“.

Blikar voru skeinuhættir fram á við allan leikinn og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk en var Gústi ánægður með sóknarleikinn?

„Sem þjálfari biður maður ekki um mikið meira en að skora tvö mörk og halda hreinu. Það er frábært“.

Elfar Freyr miðvörður Blika þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og í seinni hálfleik bárust þær fréttir að hann hefði verið fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.

„Já hann fór héðan i sjúkrabíl og ég held að viðbeinið hafi farið úr lið eða axlarlið svo við verðum að fylgjast vel með honum núna framundan en leiðinlegt atvik."

Sagði Ágúst Gylfason en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir