Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. júlí 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Mætti vera heitara yfir sumarið
Stefan Antonio Lamanna (Tindastóll)
Stefan í leik með Tindastóli.
Stefan í leik með Tindastóli.
Mynd: Óli Arnar
Mynd: Óli Arnar
Mynd: Óli Arnar
Kanadíski kantmaðurinn Stefan Antonio Lamanna fór á kostum þegar Tindastóll sigraði Huginn 5-1 síðastliðinn laugardag. Hann er leikmaður 10. umferðar í 2. deild karla hjá Fótbolta.net.

„Við vissum að þetta yrði mikilvægasti leikmaður tímabilsins hingað til, að fá þrjú stig yrði mikilvægt upp á að byrja seinni hlutann á tímabilinu á góðu nótunum," sagði Stefan þegar fréttamaður Fótbolta.net heyrði í honum.

„Augljóslega var frábært að skora fjögur mörk en það var betri tilfinning að vinna."

Þetta var aðeins annar sigur Tindastóls í sumar en liðið er núna komið upp úr fallsæti, er með sjö stig. Áður en tímabilið hófst var Stólunum spáð neðsta sæti deildarinnar en Stefan er bjartsýnn á framhaldið.

„Við höfum ekki náð upp miklum stöðugleika og verið óheppnir með meiðsli, en mér finnst við hafa bætt okkur og við erum að spila miklu betur en við vorum að gera. Vonandi getum við haldið svona áfram."

Líkar vel við sig á Íslandi
Stefan er á sínu fyrsta tímabili á Íslandi. Hann kom til Sauðárkróks fyrir tímabilið og líður vel þar.

„Ég er frá Toronto í Kanada og spilaði þar í yngri flokkunum með liði sem heitir Ajax FC (innskot - ekki hollenska félagið). Ég spilaði svo með Háskólanum í Vermont í Bandaríkjunum og núna er ég kominn hingað, til Íslands að spila fyrir Tindastól."

Af hverju Ísland?

„Ég spilaði með Íslendingum í háskólaliðinu mínu sem spila hér á landi og þeir sannfærðu mig um að þetta væri frábær staður til að byrja ferilinn eftir háskóla og að upplifa nýja áskorun."

„Ísland hefur ekki svikið mig og ég hef notið þess að vera hér. Ég er uppalinn í Toronto og það er því öðruvísi fyrir mig að búa í eins litlum bæ og Sauðárkrók en þetta hefur verið ánægjuleg reynsla. Það mætti þó vera heitara þar sem það er sumar," Stefan léttur en hann vonast til að vera áfram á Íslandi á næsta tímabili.

„Ég vonast til þess að spila áfram á Íslandi á næsta ári. Ég nýt fótboltans hérna."

Stefan er kominn með sjö mörk í níu leikjum í 2. deildinni, en hann leikur sem kantmaður.

„Aðalmarkmið mitt í sumar er að hjálpa Tindastóli að halda sér í deildinni. Ég er ekki að hugsa mikið um einstaklingstölfræði en hún kemur ef ég spila vel og hjálpa liðinu," sagði þessi 22 ára gamli leikmaður að lokum.

Tindastóll spilar sinn næsta leik í kvöld gegn Völsungi á útivelli.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner