Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 06. desember 2018 14:24
Elvar Geir Magnússon
Áfall fyrir Bournemouth - Lewis Cook frá í sex til níu mánuði
Enski U21-landsliðsmaðurinn Lewis Cook verður frá í sex til níu mánuði vegna krossbandaslisa.

Miðjumaðurinn meiddist í sigri Bournemouth gegn Huddersfield í gær.

„Við erum öll niðurbrotin vegna Lewis," segir Eddie Howe, stjóri Bournemouth,

„Þetta er mikið áfall fyrir mjög hæfileikaríkan leikmann en Lewis er sterkur karakter sem mun koma sterkari til baka."

Bournemouth er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner