Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. janúar 2019 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórður Ingason æfir með Víkingi
Þórður Ingason.
Þórður Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason er þessa daganna að æfa með Pepsi-deildarliði Víkinga. Þetta staðfestir Arnar Gunnlaugsson í samtali við Fótbolta.net.

Það er óljóst hver verður í marki Víkinga fyrir næsta sumar. Danski markvörðurinn Andreas Larsen kom fyrir síðasta tímabil og stóð sig vel. Arnar segist hafa rætt við hann, en það er óvíst hvað gerist.

Þórður hefur leikið með Fjölni undanfarin ár, en samningur hans við Fjölni rann út eftir síðasta tímabil. Í desember viðurkenndi hann að hann væri að hugsa um að leggja hanskana á hilluna.

„Það er óvíst með markmannamál. Þórður Inga hefur verið að æfa með okkur síðustu 2-3 æfingar," sagði Arnar við Fótbolta.net.

Arnar segir að það sé klárlega áhugi fyrir því hjá Víkingum að semja við Þórð, sem hefur spilað 244 leiki á ferlinum en þar af eru 134 í efstu deild. Auk Fjölnis hefur Þórður spilað með KR og BÍ/Bolungarvík. Þórður er þrítugur.

Víkingur hefur ekki enn samið við leikmann eftir að síðasta tímabili lauk, Fossvogsliðið ætlar að vanda sig í þeim málum.

Víkingar höfnuðu í 9. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra en Arnar, sem var aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar, tók við sem aðalþjálfari að tímabilinu loknu.
Athugasemdir
banner
banner