mið 03. apríl 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Ödegaard fór mjög illa með liðsfélaga Alberts
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard er að gera góða hluti með Vitesse í Hollandi. Hann er þar í láni frá Real Madrid.

Hann er búinn að skora fimm mörk og leggja upp sex mörk í hollensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Sögusagnir eru um að Ajax vilji kaupa hann fyrir 20 milljónir evra.

Í gær var Ödegaard að spila með Vitesse gegn AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ í leiknum.

Leikurinn endaði 2-2. Ödegaard sýndi lipra takta og fór hann til að mynda mjög illa með Teun Koopmeiners, leikmann AZ. Myndband af því má sjá hér að neðan.

Ödegaard á aðeins tvo leiki fyrir aðallið Real Madrid en hann kom 2014 og er samningsbundinn til 2021. Sagt er að hann vilji alfarið fara í hollenska boltann.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner